Biles snýr aftur og tekur þátt á jafnvægisslá

Simone Biles snýr aftur til keppni á morgun.
Simone Biles snýr aftur til keppni á morgun. AFP

Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles mun taka þátt í úrslitum kvenna á jafnvægisslá á Ólympíuleikunum í Tókýó á morgun.

Þetta staðfesti fimleikasamband Bandaríkjanna nú í morgun.

„Við erum afskaplega spennt yfir því að geta staðfest að þið munuð sjá tvær bandarískar fimleikakonur í úrslitum tvíslár á morgun, Suni Lee OG Simone Biles!! Við getum ekki beðið eftir því að horfa á ykkur báðar!“ skrifaði sambandið á twitteraðgangi sínum.

Biles hafði dregið sig úr keppni í úrslitum allra einstaklingsgreina þar sem hún var búin að tryggja sér sæti í kjölfar þess að hafa dregið sig úr úrslitum liðakeppninnar í fimleikum.

Hún hafði dregið sig úr keppni til að einbeita sér að geðheilsu sinni, og sagðist vera þjökuð af „twisties“ þegar hún væri í loftinu.

Í fim­leik­um get­ur ástandið valdið því að íþróttafólk missi skyn á rými og plássi á meðan það er í loft­inu, sem síðan veld­ur því að það miss­ir stjórn á lík­ama sín­um og ger­ir oft fleiri skrúf­ur eða helj­ar­stökk en það hafði ætlað. Í slæm­um til­vik­um get­ur ástandið valdið því að íþróttamanneskjan nær ekki að lenda ör­ugg­lega úr stökki. 

mbl.is