Úrslitin í júdó eru ráðin

Frá keppni í júdó á Reykjavíkurleikum.
Frá keppni í júdó á Reykjavíkurleikum.

Keppnin í júdó á Reykjavíkurleikunum fór fram í dag, Hún var æsispennandi og óvænt úrslit litu dagsins ljós. 

Í opnum flokki kvenna vann Emelie Dando frá Frakklandi. Hún vann jafnframt sinn þyngdarflokk sem var – 63 kg. Það voru margar gríðarlega jafnar og spennandi glímur bæði karla og kvennamegin.

Framganga hinar ungu og bráðefnilegu Helenu Bjarnadóttur sem er rétt 15 ára gömul að keppa á sínu fyrsta alþjóðlega móti í fullorðinsflokki var til fyrirmyndar en hún endaði með brons í sínum þyngdarflokki, - 63kg, og tapaði svo naumlega í bronsglímu í opnum flokki kvenna. Ingunn Sigurðardóttir vann sinn flokk, -78 kg, örugglega.

Hápunktur mótsins var úrslitaglíma í opnum flokki þar sem Davit Imerlishvili frá Georgíu vann sinn flokk, -100 kg. Hann hafði betur gegn hinum unga og bráðefnilega Tomas Raska frá Tékklandi sem vann sinn flokk ,+100 kg. En Tomas er aðeins 18 ára og er einn allra efnilegasti júdómaður í sínum þyngdarflokki í Evrópu og er annar sterkasti júdómaður Tékklands á eftir Ólympíumeistaranum Lukas Krapalek sem einmitt kom hingað til lands í tengslum við þetta mót fyrir nokkrum árum.

Af Íslendingum á mótinu þá var frammistaða Íslendingsins Zaza Simonishvili hvað mest áberandi en hann vann sinn þyngdarflokk, –73 kg, og barðist eins og ljón og vann brons í opna flokknum. Þess má geta að Zaza var nýlega ráðinn landsliðsþjálfari Íslands.

Árni Pétur Lund var gríðarlega flottur og endaði í þriðja sæti í -90 kg og tapaði í hörkuglímu á móti Frantisek Lhotzsky frá Tékklandi sem vann flokkinn og var það eina glíman sem hann tapaði í sínum flokki.

Úrslit dagsins í heild sinni:

-57 kg Konur

1. sæti Jasmin Kayser, Þýskalandi

2.sæti Lisa Naeve, Þýskalandi

3.sæti Juliette Varigault, Frakklandi

3.sæti Corinna Anklam, Þýskalandi

-63kg Konur

1. sæti Emilie Dando, Frakklandi

2.sæti Paula Carpio Fernandez, Spáni

3.sæti Helena Bjarnadóttir, Íslandi

-78kg Konur

1. sæti Ingunn Sigurðardóttir, Íslandi

2.sæti Anna S Steinberg , Færeyjum

Opinn flokkur kvenna

1.sæti Emilie Dando, Frakklandi

2.sæti Paula Carpio Fernandez, Spáni

3.sæti Sille Jensen, Danmörku

3.sæti Lisa Naeve, Þýskalandi

-66kg Karlar

1.sæti Saba Araviashvili, Georgíu

2.sæti Romans Psenicnijs, Íslandi

3.sæti Birkir Bergsveinsson, Íslandi

3.sæti Sergio Mansilla, Noregi

-73 kg Karlar

1.sæti Zaza Simonishvili, Íslandi

2.sæti Sergio Roldan Beltran, Spáni

3.sæti Sam Elliott, Bretlandi

3.sæti Anders Olsen, Danmörku

-81 kg Karlar

1.sæti Friis-Hansen Kalle, Danmörku

2.sæti Loris Gianinni, Frakklandi

3.sæti Anton Ponomarenko, Úkraínu

3.sæti Alexandr Sojka, Tékklandi

-90 kg Karlar

1.sæti Frantisek Lhotzky, Tékklandi

2.sæti Ilies Reziga, Frakklandi

3.sæti Hans Leo Haraldsen, Noregi

3.sæti Árni Lund, Íslandi

-100 kg Karlar

1.sæti Davit Imerlishvili, Georgíu

2.sæti Radim Knapek, Tékklandi

3.sæti Benjamin Brunet, Frakklandi

3.sæti Andreas Karnopp, Þýskalandi

+100 kg Karlar

1.sæti Tomas Raska, Tékklandi

2.sæti Yoann Bamboux, Frakklandi

Opinn flokkur Karlar

1.sæti Davit Imerlishvili, Georgíu

2.sæti Tomas Raska, Tékklandi

3.sæti Alexandr Sojka, Tékklandi

3.sæti Zaza Simonishvili, Íslandi

mbl.is