Úrslit ráðast í klifurkeppni RIG í kvöld

Frá undankeppni RIG 2023.
Frá undankeppni RIG 2023. Ljósmynd/Sigósig

Sex konur og sex karlar keppa í úrslitakeppni Reykjavíkurleikanna í klifri í Klifurhúsinu klukkan 19.30 í kvöld.

Sýnt verður frá keppninni í beinni útsendingu á RÚV2. Mik­il vinna fer í að setja upp klif­ur­keppni þar sem finna þarf upp ótal nýj­ar klif­urþraut­ir sem kepp­end­ur leysa á staðnum án þess að hafa barið þær aug­um áður. Keppendur fá ekki að sjá brautina fyrr en þeir koma að henni í keppninni.

Sex karl­ar og sex kon­ur keppa í úr­slit­um

Búist er við spennandi keppni í kvennaflokki. Þar verður áhugavert að fylgjast með Anne Ackre frá Noregi en hún vann Evrópumót síðasta sumar. Þá er Elise Frantzen Olsen norskur meistari í ungmennaflokki. Tvær íslenskar konur keppa til úrslita, þær Agnes Matthildur Helgadóttir Folkmann og Gabríela Einarsdóttir.

Þær sem keppa til úrslita í kvennaflokki eru:

Elise Frantzen Ol­sen, Nor­egi
Anne Ackre, Nor­egi
Vera Bakk­er, Þýskalandi
Agnes Matt­hild­ur Helga­dótt­ir Folk­mann, Íslandi
Gabrí­ela Ein­ars­dótt­ir, Íslandi
Sigrid Rand­en-Hatløy, Nor­egi

Guðmundur Freyr Arnason, margfaldur Íslandsmeistari þykir sigurstranglegastur en hann sigraði mótið árið 2021. Birgir Óli sigraði leikana í fyrra en þeir tveir hafa unnið flest mót á liðnu keppnisári. 

Þeir sem keppa til úrslita í karlaflokki eru:

Guðmund­ur Freyr Arn­ar­son, Íslandi
Ólaf­ur Bjarni Ragn­ars, Íslandi
Óðinn Arn­ar Freys­son, Íslandi
Birg­ir Óli Snorra­son, Íslandi
Sólon Thor­berg Helga­son, Íslandi
Adri­an Mar­kowski, Póllandi

Hægt er að horfa á klifurkeppnina á RÚV2 og hefst útsendingin klukkan 19.30.  

mbl.is