SocGen segir tap vegna Kerviel minna en áætlað var

Daniel Bouton, stjórnarformaður Societe Generale.
Daniel Bouton, stjórnarformaður Societe Generale. Reuters

Forstjóri franska bankans Société Générale, Daniel Bouton, segir að tjónið vegna fjársvika verðbréfamiðlarans Jerome Kerviel sé minna heldur fyrst var talið. Í stað þess að það nemi 4,9 milljörðum evra er nú talið að það nemi 4,82 milljörðum evra, 462,6 milljörðum króna. Þetta kom fram í útvarpsviðtali við Bouton í morgun.

Telja margir að líklegt sé að einhver komi til með að yfirtaka SocGen vegna þeirra erfiðleika sem bankinn stríðir við vegna framvirkra samninga sem verðbréfamiðlarinn gerði og bankinn tapaði á. Að sögn Bouton hefur enginn líklegur kaupandi gefið sig fram.

Hlutabréf lækkuðu í verði í Kauphöllinni í París í morgun og nam lækkun CAC vísitölunnar 1,78%. Hlutabréf í SocGen lækkuðu um 3,52 % eftir að óstaðfestar fregnir bárust af því að greiningardeild Citigroup hafi lækkað mat sitt á hlutabréfum Société Générale bankans.

Lögfræðingur Jerome Kerviel sagði í samtali við fjölmiðla í morgun að verðbréfamiðlarinn yrði væntanlega ákærður til bráðabirgða síðar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK