Rúmlega 50% aukning í gjaldeyrisútboði

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Seðlabankanum bárust 86 tilboð til að kaupa evrur í skiptum fyrir íslenskar krónur til fjárfestingar til langs tíma í íslensku atvinnulífi eða gegn greiðslu í ríkisverðbréfum í síðasta gjaldeyrisútboði bankans. Heildarupphæð tilboða sem bankinn tók var 30,9 milljónir evra, sem er um 57% hærri upphæð en var samþykkt í útboðinu í nóvember. Bankinn tók tilboðum upp á 4,5 milljónir evra gegn greiðslu í ríkisverðbréfum, en það er aukning úr 2,9 milljónum áður. Tilboð vegna fjárfestingarleiðarinnar jukust einnig og fóru úr 16,8 milljónum evra í nóvember upp í 26,4 milljónir nú í desember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum. 

Kaupendur ríkisverðbréfanna hafa að 81% verið lífeyrissjóðir og aðrir aðilar hafa keypt 19%. Undirliggjandi fjárfestingar fjárfestingarleiðarinnar skiptast með þeim hætti að hlutabréf hafa verið 48% kaupanna, skuldabréf 38%, fasteignir 13% og kaup í verðbréfasjóðum 1%. Samanlagðar fjárfestingar á grundvelli fjárfestingarleiðarinnar nema 381 milljónum evra sem samsvarar u.þ.b. 76 milljörðum króna. Fjárfestingarnar nema 4,7% af vergri landsframleiðslu ársins 2011. 

Næstu gjaldeyrisútboð verða haldin 5. febrúar, 19. mars og 30. apríl 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK