Við erum mestu mögulegu nördar

„Við erum verstu nördar sem hægt er að ímynda sér,“ segir Aðalsteinn Sverrisson, framkvæmdastjóri Recon um 4-5 manna spilahóp sem hann tilheyrir og spilar strategísk hernaðarspil. 

Það getur tekið marga sólarhringa að klára eitt slíkt spil og nú þegar allir félagarnir eru orðnir ráðsettir er tíminn fyrir spilamennskuna ekki jafn mikill. Þeir brugðu því á það ráð að búa til spil sem er í eðli sínu eins og strategískt borðspil en er spilað á netinu. Úr varð tölvuleikurinn Starborne.

Verkefnið hefur undið verulega upp á sig og um tíu manns vinna nú við að leggja lokahönd á leikinn og hafa þeir félagar náð að afla háum upphæðum í verkefnið en leikurinn er væntanlegur á markað á næstu misserum og Aðalsteinn er eðlilega spenntur. „Við erum að búa til þennan leik þannig að þetta sé eitthvað sem við viljum spila sjálfir.“   

Hjá Recon sem stendur fyrir Reykjavik Event Consulting sér Aðalsteinn um að setja upp og hanna sýningarbása fyrir fyrirtæki. 

Aðalsteinn hefur bæst í hóp Fagfólksins sem er samstarf mbl.is og Samtaka iðnaðarins. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK