Mesta hrun á hlutabréfamarkaði í tólf ár

Kaupmenn á Wall Street hafa átt betri daga. Myndin er …
Kaupmenn á Wall Street hafa átt betri daga. Myndin er tekin rétt fyrir lokun markaða í dag. AFP

Hrun hefur orðið á hlutabréfamörkuðum bæði hérlendis og erlendis vegna kórónuveirunnar COVID-19 á síðustu vikum, sérstaklega þeirri sem nú er að líða undir lok. Hröð útbreiðsla veirunnar olli í þessari viku stærstu dýfu á hlutabréfamarkaði á heimsvísu síðan í fjármálakreppunni árið 2008, samkvæmt frétt Guardian.

Íslenska hlutabréfavísitalan OMX10 hefur lækkað um 10,9% frá því 21. febrúar. Þá lokaði vísitalan í 2170,55 stigum en 1932,92 stigum í dag. 

Sífellt fleiri lönd og fyrirtæki beita hörðum aðgerðum í þeim tilgangi að hefta útbreiðslu veirunnar en aðgerðirnar hafa kostað sitt og valdið fyrirtækjum tekjutapi og takmarkað möguleika þeirra á að hagnast og vaxa.

Faraldurinn hefur leitt af sér hröðustu umskipti innan hlutabréfamarkaðarins síðan árið 1933 þegar kreppan mikla stóð sem hæst. Hlutabréf á Wall Street hafa hrunið úr metháum hæðum í lægstu lægðir síðan árið 2016.

Hræðilegur dagur á Wall Street

Dagurinn í dag var einn sá versti í fjármálahverfinu Wall Street í langan tíma en Dow Jo­nes Industrial Avera­ge féll um 1.190 stig, S&P 500-vísitalan féll um 2,7% og Nas­daq Composite um 2,1%, segir í frétt Wall Street Journal.

Fjárfestar hafa margir hverjir losað sig við hlutabréf og fjárfesta nú í stórum stíl í öruggari fjárfestingum eins og ríkisskuldabréfum en vegna mikillar eftirspurnar eftir ríkishlutabréfum í Bandaríkjunum hefur ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfanna þar aldrei verið jafn lág.

Flugfélögin hafa orðið illa úti

Flugfélög eru á meðal þeirra fyrirtækja sem hafa orðið hvað verst úti fjárhagslega vegna kórónaveirunnar en hlutabréf í easyJet, sem býður upp á beint flug til Kína, og móðurfélagi British Airways, IAG, hafa hríðfallið. Sömu sögu er að segja af hlutabréfum í Icelandair.

Þrátt fyrir að dánartíðnin vegna kórónuveirunnar sé tiltölulega lág hafa aðgerðir til að takmarka útbreiðslu veirunnar haft mikil áhrif þar sem viðskiptaferðum og ráðstefnum hefur í mörgum tilfellum verið aflýst sem leitt hefur af sér minni viðskipti. 

Erfitt er að segja til um hvernig framhaldið verður, að sögn Davids Owen, yfirhagfræðings bandaríska bankans Jefferies, en breytt hegðun fólks vegna veirunnar hafi mikil áhrif.

Fyrir tveimur vikum síðan spáðu hagfræðingar því að efnahagsleg áhrif kórónuveirunnar myndu vera svipuð og efnahagsleg áhrif Sars faraldursins sem braust út árið 2002 í Kína en þar sem Kína er nú mun stærri hluti af hagkerfi heimsins í dag en þá hafa áhrifin verið mun meiri. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Kórónuveiran

31. mars 2020 kl. 13:07
1135
hafa
smitast
173
hafa
náð sér
36
liggja á
spítala
2
eru
látnir
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK