6,6 milljónir sóttu um atvinnuleysisbætur á einni viku

6,6 milljónir Bandaríkjamanna sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku og …
6,6 milljónir Bandaríkjamanna sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku og hafa aldrei jafn margir sótt um bætur á svo stuttu tímabili. AFP

6,6 milljónir Bandaríkjamanna sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku og hafa aldrei jafn margir sótt um bætur á svo stuttu tímabili. Vikuna þar á undan voru umsóknirnar 3,3 milljónir. 

Fyrra met var sett árið 1982 þegar umsóknirnar voru 695 þúsund á einni viku. 

Fjölda umsóknanna má rekja beint til útbreiðslu kórónuveirunnar en fjölmörg ríki hafa lokað veitingastöðum, börum, kvikmyndahúsum, hótelum og líkamsræktarstöðvum, svo dæmi séu nefnd, í þeim tilgangi að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.

Talið er að fleiri hafi reynt að sækja um bætur, en erfiðlega hefur gengið að ná sambandi við bandarísku vinnumálastofnunina sökum álags. Þá á fólk í hlutastarfi ekki rétt á bótum og er því ekki tekið með inn í heildartöluna.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK