Samdráttur milli ára 97%

Ferðaþjónustan hefur breytt miðborginni.
Ferðaþjónustan hefur breytt miðborginni. mbl.is/Árni Sæberg

Gert er ráð fyrir að gistinætur á hótelum hafi dregist saman um 97% í apríl samkvæmt bráðabirgðatölum samanborið við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands.

Gistinóttum í mars fækkaði um 55%, úr 733 þúsund í 331 þúsund, samanborið við sama mánuð síðasta árs. Gistinóttum fækkaði í öllum tegundum gistingar og var samdrátturinn á bilinu 50-65%. Á sama tímabili jókst framboð hótelherbergja um 3% á meðan nýting þeirra dróst saman um 36 prósentustig, úr 66% í 30%.

Rúmlega 3.100 farþegar komu til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll í apríl, samanborið við rúmlega 474 þúsund í fyrra, og fækkaði þeim því um 99,3% á milli ára. Einnig fækkaði flughreyfingum um 90% á sama tíma, úr tæplega 7 þúsund í fyrra í 706 í ár.

Velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum í janúar og febrúar nam tæplega 72 milljörðum króna og lækkaði um 10% frá sama tímabili í fyrra þegar veltan nam tæplega 80 milljörðum. Velta lækkaði í öllum flokkum einkennandi greina ferðaþjónustu á milli ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK