Tíu flugfélög fljúga til Íslands í júní og júlí

Frá því að dregið var úr ferðatakmörkunum á mánudag hafa …
Frá því að dregið var úr ferðatakmörkunum á mánudag hafa Icelandair, SAS, Wizz Air og Atlantic Airwaves flogið til Íslands. Á næstu tveimur vikum bætast sex flugfélög í hópinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjórða erlenda flugfélagið hóf áætlanaflug til Íslands í dag. Um er að ræða tékkneska félagið Czech Airlines sem mun fljúga til og frá Prag tvisvar í viku. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia stefnir í að tíu flugfélög muni bjóða upp á millilandaflug frá Keflavík í júlí.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við mbl.is að erlend flugfélög hafi sýnt þó nokkurn áhuga eftir að dregið var úr takmörkunum og útilokar ekki að fleiri flugfélög bætist í hópinn þegar líða fer á sumarið. 

Frá því að dregið var úr ferðatakmörkunum á mánudag hafa Icelandair, SAS, Wizz Air og Atlantic Airwaves flogið til Íslands. Tæplega þrjú þúsund farþegar hafa komið hingað til lands frá því á mánudag. Farþegar sem koma til landsins geta valið á milli þess að fara í sýnatöku eða tveggja vikna sóttkví. 

Czech Airlines bættist í hóp flugfélaganna fjögurra í dag og á næstu tveimur vikum bætast fimm við. Transavia hefur flug til Amsterdam, Parísar og Nantes í næstu viku og í dag tilkynnti norska flugfélagið Norwegian að félagið hyggst hefja áætlanaflug milli Keflavíkur og Ósló 1. júlí. Sama dag mun Lufthansa hefja áætlunarflug til Frankfurt og Munchen. Þá ætla Austrian og Air Baltic að hefja flug í næsta mánuði. 

Isavia hefur opnað sérstaka síðu þar sem fylgjast má með flugframboði til og frá Íslandi í júní og júlí og hana má nálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK