3.600 færri störf laus en í fyrra

Hagstofan telur að líklega sé um að ræða áhrif kórónuveirunnar …
Hagstofan telur að líklega sé um að ræða áhrif kórónuveirunnar á íslenskan vinnumarkað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

2.600 störf voru laus á íslenskum vinnumarkaði á öðrum ársfjórðungi samkvæmt starfaskráningu Hagstofu Íslands. Á sama tíma voru um 198.700 störf mönnuð og hlutfall lausra starfa því 1,3%.

Lausum störfum fækkaði um 300 frá fyrsta ársfjórðungi en hlutfall lausra starfa hefur haldist óbreytt. Ef annar ársfjórðungur nú er borinn saman við annan ársfjórðung síðasta árs má sjá að nú voru 3.600 færri störf laus og lækkaði hlutfall lausra starfa um 1,4%.

Á öðrum ársfjórðungi þessa árs voru 27.200 færri störf mönnuð en á öðrum ársfjórðungi 2019. Jafnframt hefur fjöldi starfa aldrei verið lægri í starfaskráningu Hagstofunnar sem hófst á fyrsta ársfjórðungi 2019. Hagstofan telur að líklega sé um að ræða áhrif kórónuveirunnar á íslenskan vinnumarkað.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK