79% samdráttur á milli ára

Erlendum ferðamönnum hefur eðlilega fækkað á milli ára en Íslendingar …
Erlendum ferðamönnum hefur eðlilega fækkað á milli ára en Íslendingar hafa verið duglegir að nýta sér tilboð að undanförnu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gistinætur á hótelum drógust saman um 79% í júní samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands.

Hagstofa Íslands gefur út tölur um gistinætur ferðamanna á hótelum í hverjum mánuði og birtast þær að jafnaði 30 dögum eftir að mánuði lýkur, en þá eru skil frá hótelum vanalega um 90%.

Vegna áhuga notenda á að fá tímanlegri tölur var ákveðið að nota gögn frá þeim aðilum sem skila strax eftir að tímabili lýkur til að fá fyrsta mat á það stuttu eftir lok tímabils hverjar endanlegar tölur hvers mánaðar yrðu fyrir nýtingu rúma og fjölda gistinátta á hótelum.

Um 20% hótela skila inn gögnum fyrstu dagana eftir lok hvers mánaðar. Athugað var hvort þessi gögn væru nothæf fyrir fyrsta mat á nýtingu rúma og fjölda gistinátta á hótelum. Þar sem þessi hótel eru ekki valin af handahófi er þeim skipt upp eftir landsvæðum og gögnin vigtuð til að leiðrétta fyrir því.

Þessi aðferð gerir það mögulegt að áætla rúmanýtingu og fjölda gistinátta á hótelum stuttu eftir að tímabili lýkur og er ætlunin að birta þessa áætlun innan 10 daga frá lokum hvers mánaðar. Vonast er til að þessi birting á tímanlegri tölum gefi vísbendingar um þróun gistinátta nær rauntíma en ella að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands.

Samkvæmt bráðabirgðatölum, sem byggjast á fyrstu skilum fyrir júnímánuð, má ætla að gistinætur á hótelum í júní hafi verið um 90.000 (95% öryggismörk: 79.000-101.000) samanborið við 420.300 gistinætur á hótelum í júní 2019. Því má ætla að orðið hafi um 79% samdráttur á fjölda gistinátta frá júní 2019.

Samkvæmt sömu áætlun var rúmanýting í júní 2020 um 17,7% (95% öryggismörk: 15,7%-19,8%) samanborið við 60,5% í sama mánuði í fyrra segir ennfremur á vef Hagstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK