Ljósleiðarinn: Erfitt að svara beinum spurningum

Lagning ljósleiðara á Stokkseyri í síðustu viku. Verkefnið er samstarfsverkefni …
Lagning ljósleiðara á Stokkseyri í síðustu viku. Verkefnið er samstarfsverkefni Ljósleiðarans og Mílu þar sem unnið er að uppbyggingu tveggja sjálfstæðra óháðra fjarskiptaneta. Erling segir að verkefni sem slík lágmarki kostnað og auki samkeppni til neytenda. "Með aðgengi að Nato þráðum getum við aukið aðgengi að fleiri slíkum verkefnum," segir Erling.

Ljósleiðarinn, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, samdi á dögunum við utanríkisráðuneytið um afnot af tveimur af átta ljósleiðaraþráðum í ljósleiðarastreng Atlantshafsbandalagsins sem liggur hringinn í kringum Ísland og til Vestfjarða.

Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri Ljósleiðarans segir í skriflegu svari til ViðskiptaMoggans að þar sem Ljósleiðarinn sé með skuldabréf skráð í kauphöll og starfi á samkeppnismarkaði eigi hann erfitt með að svara beinum spurningum um rekstur fyrirtækisins og hvernig fyrirtækið ætli sér að nýta samninginn í samkeppni á markaði. „Eitt er þó ljóst að í framhaldi af uppsetningu kerfis Ljósleiðarans á NATO-ljósleiðaraþráðum getum við boðið okkar þjónustu víðar en við höfum áður getað, öllum til hagsbóta,“ segir Erling.

Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans.
Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans. Ljósmynd/Aðsend

ViðskiptaMogginn spurði Erling m.a. að því hvernig samningurinn styrkti fyrirtækið í samkeppni við aðra, hvaða verð væri greitt fyrir afnot þráðanna og hverjir muni leggja félaginu til hlutafé eins og boðað er.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK