Áskriftum fækkar í fyrsta sinn og 7.000 sagt upp

AFP

Stórfyrirtækið Disney tilkynnti í gær að sjö þúsund starfsmönnum yrði sagt upp en um 190 þúsund störfuðu hjá fyrirtækinu á heimsvísu árið 2021. Þessi ákvörðun er sögð tekin vegna versnandi efnahagsástands í heiminum. 

Disney fylgir þar með í fótspor tæknirisa á borð við Meta og Twitter en á síðasta ári var þúsundum manna sagt upp hjá samfélagsmiðlarisunum.

Áskrifendum fækkar í fyrsta skipti

Í yfirliti fyrirtækisins fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs sem var birt í gær kemur jafnframt fram að á ársfjórðungnum fækkaði áskrifendum á streymisveitunni Disney+ í fyrsta skipti frá því að streymisveitan var opnuð.

Áskrifendum fækkaði um eitt prósent niður í 161,8 milljónir notenda miðað við þriðja ársfjórðung síðasta árs. Þrátt fyrir það var hagnaður fyrirtækisins á ársfjórðungnum meiri en á horfðist og námu tekjur fyrirtækisins 23,5 milljörðum bandaríkjadala. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK