Stækkun eldisstöðvarinnar á Stað opnuð

Staður í Grindavík
Staður í Grindavík Samherji

Íslandsbleikja opnaði síðastliðinn föstudag nýja stækkun við eldisstöð sína að Stað í Grindavík. Um er að ræða átta ný eldisker sem eru sextán þúsund rúmmetrar að stærð og bætast við núverandi 28 þúsund rúmmetra sem þegar eru á svæðinu.

"Það eru liðnir áratugir síðan byggð hafa verið svipuð mannvirki á landi til bleikjueldis. Við vorum með þetta verkefni í startholunum í langan tíma og það er virkilega ánægjulegt að sjá þessi glæsilegu kör í dag sem munu fyllast af fiski eitt af öðru á næstu mánuðum. Þessi uppbygging er fyrsta stóra skrefið okkar í að auka framleiðslugetuna og byggja undir framtíðar vöxt bleikjueldis á landi." Segir Jón Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri Íslandsbleikju

Í tilefni dagsins var slegið upp veislutjaldi og verktökum sem hafa komið að byggingunni og starfsfólki félagsins ásamt fjölskyldum þeirra boðið til grillveislu í eldisstöðinni. Þangað mættu um hundrað manns sem skoðuðu stöðina og gæddu sér á dýrindis heilgrilluðu lambi með tilheyrandi meðlæti.

Átta ný ker voru opnuð á föstudaginn síðastliðinn
Átta ný ker voru opnuð á föstudaginn síðastliðinn Samherji

Íslandsbleikja er stærsti bleikju framleiðandi í heimi og framleiðir tæp 3000 tonn af bleikju árlega. Með þessari nýju eldis einingu er áætlað að auka heildarframleiðslu á bleikju um 25% á ári þegar öll kerin verða komin í fulla framleiðslu. Hjá félaginu starfa um sjötíu manns í fimm eldisstöðvum á Suðurlandi, Reykjanesi og Öxnafirði en í Grindavík er fer einnig fram slátrun og fullvinnsla fyrir afurðir félagsins. 

Þorsteinn Már Baldvinsson og Hjalti Bogason klippa á borðann. Jón …
Þorsteinn Már Baldvinsson og Hjalti Bogason klippa á borðann. Jón Kjartan Jónsson hvetur þá til dáða Samherji
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 309 kg
Þorskur 268 kg
Karfi 111 kg
Steinbítur 38 kg
Ufsi 16 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 747 kg
19.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 1.488 kg
Keila 367 kg
Ýsa 62 kg
Steinbítur 58 kg
Karfi 25 kg
Samtals 2.000 kg
19.9.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 3.183 kg
Ýsa 1.120 kg
Keila 155 kg
Langa 50 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 4.545 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 309 kg
Þorskur 268 kg
Karfi 111 kg
Steinbítur 38 kg
Ufsi 16 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 747 kg
19.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 1.488 kg
Keila 367 kg
Ýsa 62 kg
Steinbítur 58 kg
Karfi 25 kg
Samtals 2.000 kg
19.9.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 3.183 kg
Ýsa 1.120 kg
Keila 155 kg
Langa 50 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 4.545 kg

Skoða allar landanir »