Endurhanna öryggishjálm sjómanna

Á þessari mynd úr safni má sjá Eirík Þorleifsson, stýrimann ...
Á þessari mynd úr safni má sjá Eirík Þorleifsson, stýrimann á Aðalbjörgu RE-5, með skíðahjálms-gerðina af öryggishjálmi. Vegna einkaleyfamála er ekki hægt að sýna mynd eða teikningu af hönnun nýja hjálmsins að svo stöddu mbl.is/Árni Sæberg

Erlendur Ágúst Stefánsson háskólanemi þekkir það sjálfur frá því að hafa verið á sjó að þeir öryggishjálmar sem áhöfnin þarf að nota á dekki eru ekkert sérstaklega þægilegir:

„Annars vegar eru í boði sömu hjálmar og iðnaðarmenn nota við húsbyggingar en þeir sitja oft ekki mjög fastir á höfðinu og geta verið þungir og óþægilegir þegar þar til gerð heyrnartól eru komin utan yfir þá. Hins vegar eru notaðir skíðahjálmar sem verja höfuðið betur en hafa þann ókost að þeir anda illa, eru ekki CE-vottaðir og valda fljótlega ónotum við erfiða vinnu uppi á dekki.“

Erlendur er einn af sex nemendum í haftengdri nýsköpun við Háskólann í Reykjavík sem vinna að því að endurbæta öryggishjálm sjómanna. Hópurinn útfærði hugmyndina í Nýsköpun og stofnun fyrirtækja, árlegu þriggja vikna námskeiði við HR. Tóku um 500 nemendur þátt í námskeiðinu í ár og var þeim skipt niður í rúmlega 100 hópa. Öryggishjálmur Erlends og félaga hlaut sérstaka viðurkenningu á námskeiðinu fyrir gott framlag til samfélagslegrar ábyrgðar og kann vel að vera að hugmynd hópsins verði að vöru áður en langt um líður enda bendir frumathugun til þess að forsendur gætu verið fyrir framleiðslu hjálmsins.

Skel úr betra efni

Erlendur leggur samt á það áherslu að lítill tími hafi gefist fyrir sjálfa hönnunarvinnuna, enda hjálmurinn afrakstur stutts námskeiðs þar sem einnig þurfti að gera markaðsrannsókn og viðskiptaáætlun. Þrátt fyrir það lofar hönnunin góðu og virðist hjálmur hópsins vera sá fyrsti sem gagngert er hannaður með þarfir sjómanna í huga.

Fyrst má nefna að innra lagið á hjálminum er gert úr laufléttu fjölliðunar-gúmmíefni sem andar vel. „Þetta efni heitir koroyd og er nýjung í reiðhjólahjálmum,“ segir Erlendur en efnið minnir um margt á bú hunangsflugunnar og myndar net af þunnum túbum sem bræddar eru saman „Bæði hleypir koroyd lofti vel í gegnum sig og dempar höggþunga mun betur en áður hefur sést. Þá mun ysta lag hjálmsins vera úr eðlisléttu plastefni sem hjálpar til við uppdrif í sjó.“

Engar snúrur

Öryggishjálmurinn er síðan hlaðinn alls konar tækni til að bæta samskipti og öryggi. „Við fundum þýskt fyrirtæki sem framleiðir rafhlöður í hvaða stærð og lögun sem er og með góðu móti hægt að fella rafhlöðu að ytra byrði hjálmsins. Í hjálminum er þráðlaus fjarskiptabúnaður sem tengist talstöð sjómannsins yfir blátannartengingu, svo að snúrur eru ekki að þvælast fyrir honum við vinnuna eins og þær gera í dag. Er jafnvel hægt að koma fyrir blátannarfjarskiptakerfi sem nær um allt skipið.“

Á hjálminum er einnig díóðuljós og AIS-neyðarsendir sem virkjast ef notandi hjálmsins fellur fyrir borð. „Væri hægt að útfæra búnað skipsins þannig að allir hjálmar tengist stjórnstöð uppi í brú, og þegar hjálmur er kominn út fyrir vissan radíus þá kvikni sjálfkrafa á díóðuljósinu og staðsetningarsendinum. Með því sér skipstjóri strax í stjórnstöð að viðvörun kviknar um að maður hafi fallið fyrir borð. Er þá hægt að bregðast strax við og auðveldara að finna sjómanninn í myrkri eða vonskuveðri.“

Verkefnið er vitanlega á allra fyrstu stigum en verði öryggishjálmurinn að veruleika ætti markaðurinn fyrir þennan búnað að geta orðið nokkuð stór. Segir Erlendur að á Íslandi mætti selja hátt í 1.500 hjálma og í nágrannaveiðiþjóðum Íslendinga sé góður markaður fyrir hjálma. „Um allan heim á sér stað ör þróun í öryggismálum sjómanna í takt við endurnýjum á flota ýmissa stórra fiskveiðiþjóða, s.s. Rússlands. Með aukinni fræðslu um öryggismál verða störf sjómanna öruggari og reynslan sýnir að útgerðir eru reiðubúnar að borga gott verð fyrir öryggisbúnað sem gerir sitt gagn.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.6.19 292,62 kr/kg
Þorskur, slægður 20.6.19 251,63 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.6.19 496,22 kr/kg
Ýsa, slægð 19.6.19 313,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.6.19 99,33 kr/kg
Ufsi, slægður 19.6.19 140,66 kr/kg
Djúpkarfi 22.5.19 127,41 kr/kg
Gullkarfi 19.6.19 229,21 kr/kg
Litli karfi 11.6.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.6.19 279,77 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.6.19 Guðborg NS-336 Handfæri
Þorskur 780 kg
Samtals 780 kg
20.6.19 Gugga RE-009 Handfæri
Þorskur 732 kg
Samtals 732 kg
20.6.19 Día HF-014 Handfæri
Þorskur 801 kg
Samtals 801 kg
20.6.19 Karólína ÞH-100 Lína
Þorskur 1.946 kg
Ýsa 1.601 kg
Þorskur 697 kg
Skarkoli 119 kg
Samtals 4.363 kg
20.6.19 Auðbjörg NS-200 Handfæri
Þorskur 762 kg
Samtals 762 kg

Skoða allar landanir »