Ísland brotlegt við EES-reglur

Laxeldi hjá Fiskeldi Austfjarða.
Laxeldi hjá Fiskeldi Austfjarða.

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur tekið bráðabirgðaákvörðun um að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt við reglur EES um mat á umhverfisáhrifum þegar það breytti lögum um fiskeldi í október 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landvernd.

Bréf ESA sem var sent til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins 

„Þá breytti Alþingi lögum um fiskeldi með frumvarpi sem samþykkt var samdægurs og eftir afar takmarkaðar umræður á Alþingi.

Með frumvarpinu var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heimilað að gefa út bráðabirgðarekstrarleyfi til 20 mánaða til fiskeldisfyrirtækja. Ekki er gert ráð fyrir því að slík bráðabirgðaleyfisveiting fari í umhverfismat eða að almenningur og samtök almennings geti komið sjónarmiðum sínum að áður en leyfi er veitt. Lögin útiloka enn fremur að leyfisveitingin sé kærð til óháðs og hlutlauss aðila á borð við úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála,“ segir í tilkynningu frá Landvernd.

Eftirlitsstofnunin ESA kemst að þeirri niðurstöðu að lögin um rekstrarleyfi til fiskeldis brjóti í bága við greinar 2, 4, 9 og 11 í Evróputilskipun um umhverfismat.  Brotin felast í að útiloka almenning frá umfjöllun um bráðabirgðaleyfin og í að gera almenningi útilokað að kæra þau. Sömuleiðis er brotið á ákvæði um að skyldu til að gilt umhverfismat liggi fyrir þegar veitt eru rekstrar- og starfsleyfi fyrir leyfisskyldar framkvæmdir og starfsemi.

„Stjórn Landverndar skoraði strax á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra að láta af lagasetningunni af þeim ástæðum sem ESA hefur nú fallist á. Ekki var orðið við því. Ef Alþingi og ríkisstjórn hefðu gefið tíma í faglegan undirbúning og færi á umræðu fyrir þessa lagabreytingu hefði líklega verið hægt að koma í veg fyrir setningu þessara ólaga. 

EES-reglur gera ráð fyrir aðkomu almennings við ákvarðanatöku við umhverfismat. Þessar EES-reglur fela ekki aðeins í sér lýðræðislegan rétt almennings heldur stuðla þær líka að faglegri og skynsamari ákvarðanatöku til langs tíma. Það er því allra hagur að farið sé eftir reglum um umhverfismat og aðkomu almennings að opinberri ákvarðanatöku,“ segir í tilkynningu frá Landvernd. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 417 kg
Ufsi 275 kg
Karfi 24 kg
Samtals 716 kg
18.9.24 Vésteinn GK 88 Lína
Karfi 309 kg
Keila 292 kg
Hlýri 205 kg
Þorskur 162 kg
Ufsi 21 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 998 kg
18.9.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 207 kg
Hlýri 189 kg
Karfi 137 kg
Þorskur 83 kg
Ufsi 8 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 629 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 417 kg
Ufsi 275 kg
Karfi 24 kg
Samtals 716 kg
18.9.24 Vésteinn GK 88 Lína
Karfi 309 kg
Keila 292 kg
Hlýri 205 kg
Þorskur 162 kg
Ufsi 21 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 998 kg
18.9.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 207 kg
Hlýri 189 kg
Karfi 137 kg
Þorskur 83 kg
Ufsi 8 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 629 kg

Skoða allar landanir »