„Verðmætin urðu ekki til á kontórum Stjórnarráðs“

Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar segir að ítrekaðar tilraunir til …
Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar segir að ítrekaðar tilraunir til sátta í makrílmálinu hafi verið hafnað. mbl.is/Golli

„Makrílveiðar og makrílvinnsla er reyndar ein stærsta nýsköpun í íslenskum sjávarútvegi í seinni tíð. Ætla má að þessi þáttur í starfsemi atvinnugreinarinnar hafi skilað íslenskri þjóð um 200 milljarða króna gjaldeyristekjum á árunum 2006-2018. Þessi verðmæti urðu til að frumkvæði og með þrautseigju fólks og fyrirtækja í sjávarútveginum sjálfum. Þau urðu ekki til á kontórum Stjórnarráðs Íslands, svo því sé haldið til haga,“ sagði Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, í ræðu sinni á aðalfundi félagsins, að því er framkemur á vef þess.

„Kastljósum var í vetur beint að Vinnslustöðinni og öðrum uppsjávarfyrirtækjum í tilefni áforma um málarekstur þeirra gegn ríkinu og kröfur um skaðabætur vegna úthlutunar aflaheimilda í makríl á árunum 2011 til 2014,“ sagði stjórnarformaðurinn.

Vísaði hann til þess sjö útgerðarfélög boðuðu skaðabótamál gegn ríkinu eftir Hæstiréttur dæmdi íslenska ríkið skaðabótaskylt vegna fjártjóns sem útgerðarfélög töldu sig hafa orðið fyrir með því að fiskiskipum þeirra hefði á grundvelli reglugerða verið úthlutað minni aflaheimildir en skylt væri samkvæmt lögum. En fimm fyrirtæki hafa fallið frá kröfu sinni.

„Forsætisráðherra hvatti fyrirtækin til að falla frá málsókn og fjármálaráðherra hótaði því að skattleggja fyrirtækin sérstaklega ef þau fengju dæmdar skaðabætur sér til handa úr ríkissjóði. Fimm fyrirtæki af sjö féllu þá frá málarekstri, það er að segja öll nema Huginn og Vinnslustöðin,“ sagði Guðmundur Örn.

Ráðherrar sáu leik á borði

Fullyrti hann að ítrekaðar umleitanir Vinnslustöðvarinnar að sáttum hafi verið hafnað. „Á dögunum var farið fram á fund með forystumönnum ríkisstjórnarflokkanna um málið við hentugt tækifæri en því erindi hefur ekki verið svarað. Ráðamenn hafa mörgum hnöppum að hneppa nú um stundir en gefa sér vonandi tíma síðar á árinu. Okkur liggur ekkert á. Málareksturinn tekur langan tíma, ef til hans kemur á annað borð.“

Sagði Guðmundur Örn „að sjálfsagðar og eðlilegar leikreglur réttarríkisins eru að útkljá deilur í dómsölum ef aðrar leiðir reynast ófærar af einhverjum ástæðum. Ríkisvaldið telur ekki eftir sér að sækja þannig rétt sinn og spyr þá hvorki um aðstæður þeirra sem sótt er að né um ástandið í samfélaginu á sama tíma. Nú sáu ráðherrar sér hins vegar leik á borði að spila á almenningsálitið og fjölmiðlana í andrúmslofti kórónuveirunnar á kostnað þeirra sem höfðu sigur gegn ríkinu í Hæstarétti.

Þá sé áhugaverðasta hlið makrílsmálsins „að útgerðir í Vestmannaeyjum voru í frumkvöðlahópi sem gerði makrílinn að því sem hann varð um leið og réttur Íslands sem strandríkis var tryggður gagnvart makrílveiðum,“ að sögn stjórnarformannsins.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.7.20 323,24 kr/kg
Þorskur, slægður 8.7.20 393,41 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.7.20 489,70 kr/kg
Ýsa, slægð 8.7.20 328,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.7.20 86,26 kr/kg
Ufsi, slægður 8.7.20 109,79 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 8.7.20 207,39 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 8.7.20 210,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.7.20 Snjólfur SF-065 Handfæri
Þorskur 841 kg
Ufsi 123 kg
Samtals 964 kg
9.7.20 Elli SF-071 Handfæri
Þorskur 771 kg
Ufsi 200 kg
Samtals 971 kg
9.7.20 Benni SF-066 Handfæri
Þorskur 860 kg
Ufsi 226 kg
Samtals 1.086 kg
9.7.20 Steini G SK-014 Handfæri
Þorskur 269 kg
Ýsa 13 kg
Samtals 282 kg
9.7.20 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Þorskur 1.659 kg
Steinbítur 790 kg
Skarkoli 564 kg
Ufsi 334 kg
Ýsa 282 kg
Lúða 41 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 5 kg
Samtals 3.675 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.7.20 323,24 kr/kg
Þorskur, slægður 8.7.20 393,41 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.7.20 489,70 kr/kg
Ýsa, slægð 8.7.20 328,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.7.20 86,26 kr/kg
Ufsi, slægður 8.7.20 109,79 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 8.7.20 207,39 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 8.7.20 210,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.7.20 Snjólfur SF-065 Handfæri
Þorskur 841 kg
Ufsi 123 kg
Samtals 964 kg
9.7.20 Elli SF-071 Handfæri
Þorskur 771 kg
Ufsi 200 kg
Samtals 971 kg
9.7.20 Benni SF-066 Handfæri
Þorskur 860 kg
Ufsi 226 kg
Samtals 1.086 kg
9.7.20 Steini G SK-014 Handfæri
Þorskur 269 kg
Ýsa 13 kg
Samtals 282 kg
9.7.20 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Þorskur 1.659 kg
Steinbítur 790 kg
Skarkoli 564 kg
Ufsi 334 kg
Ýsa 282 kg
Lúða 41 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 5 kg
Samtals 3.675 kg

Skoða allar landanir »