Segir kröfur sjómanna óraunhæfar

Guðbjartur Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ofh.
Guðbjartur Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ofh. mbl.is/Óskar Pétur

Kröfur Sjómannafélags Íslands í kjaradeilu sinni við Herjólf ohf. fælu í sér grundvallarkerfisbreytingar á rekstri félagsins og eru langt umfram getu þess. Þetta segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf.

Samninganefndir áttu klukkustundarlangan fund í dag og skilaði hann litlum árangri að sögn Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómannafélagsins. Meginkröfur Sjómannafélagsins eru að vinnuskylda starfsmanna verði minnkuð um 25%, úr 190 í 142,5 klukkustundir á mánuði án launaskerðingar, en til þess þyrfti að fjölga áhöfnum á Herjólfi úr þremur í fjórar.

Guðbjartur segir þær kröfur óraunhæfar. „Alvarlegast í þessu er að menn geti ekki lesið rétt í vinnumarkaðinn og það ástand sem ríkir,“ segir hann. „Það hlýtur að vera á ábyrgð Sjómannafélagsins að miða að því að ná samningum um lífsviðurværi fólks til lengri tíma,“ segir hann.

Enginn kjarasamningur hefur verið gerður milli Sjómannafélagsins og Herjólfs ofh. frá því síðarnefnda félagið tók við rekstri Herjólfs af Eimskipum árið 2018. Herjólfur ohf. hefur þegar samið við Sjómannafélagið Jötunn, en minnihluti starfsmanna Herjólfs er í því stéttarfélagi og hefur formaður Sjómannafélags Íslands sakað félagið um að vera í „eigu Herjólfs“, stofnað til málamynda.

Guðbjartur segir afstöðu samninganefndar Herjólf þá að samningur við Sjómannafélagið eigi að vera sambærilegur samningnum við Jötunn, sem aftur byggist á lífskjarasamningunum og felur í sér krónutöluhækkanir til félagsmanna.

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands.
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands. mbl.is/Hari
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.8.20 427,33 kr/kg
Þorskur, slægður 6.8.20 411,27 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.8.20 359,55 kr/kg
Ýsa, slægð 6.8.20 327,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.8.20 92,30 kr/kg
Ufsi, slægður 6.8.20 108,77 kr/kg
Djúpkarfi 28.7.20 12,00 kr/kg
Gullkarfi 6.8.20 384,32 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 24.7.20 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.8.20 Þórsnes SH-109 Grálúðunet
Grálúða / Svarta spraka 150.709 kg
Samtals 150.709 kg
6.8.20 Kalli Elínar ÍS-149 Handfæri
Þorskur 695 kg
Ufsi 81 kg
Samtals 776 kg
6.8.20 Snjólfur SF-065 Handfæri
Ufsi 872 kg
Þorskur 674 kg
Keila 22 kg
Samtals 1.568 kg
6.8.20 Straumey EA-050 Lína
Ýsa 1.777 kg
Þorskur 1.679 kg
Steinbítur 224 kg
Langa 190 kg
Skarkoli 60 kg
Hlýri 37 kg
Karfi / Gullkarfi 17 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 3.999 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.8.20 427,33 kr/kg
Þorskur, slægður 6.8.20 411,27 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.8.20 359,55 kr/kg
Ýsa, slægð 6.8.20 327,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.8.20 92,30 kr/kg
Ufsi, slægður 6.8.20 108,77 kr/kg
Djúpkarfi 28.7.20 12,00 kr/kg
Gullkarfi 6.8.20 384,32 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 24.7.20 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.8.20 Þórsnes SH-109 Grálúðunet
Grálúða / Svarta spraka 150.709 kg
Samtals 150.709 kg
6.8.20 Kalli Elínar ÍS-149 Handfæri
Þorskur 695 kg
Ufsi 81 kg
Samtals 776 kg
6.8.20 Snjólfur SF-065 Handfæri
Ufsi 872 kg
Þorskur 674 kg
Keila 22 kg
Samtals 1.568 kg
6.8.20 Straumey EA-050 Lína
Ýsa 1.777 kg
Þorskur 1.679 kg
Steinbítur 224 kg
Langa 190 kg
Skarkoli 60 kg
Hlýri 37 kg
Karfi / Gullkarfi 17 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 3.999 kg

Skoða allar landanir »