„Vissulega er dálítið leiðinlega langt að fara“

Börkur NK er á leið til Neskaupstaðara með 1.660 tonn …
Börkur NK er á leið til Neskaupstaðara með 1.660 tonn af makríl úr Smugunni. Veiðin gekk vel að sögn skipstjóra. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Góð hol fengust í Smugunni um helgina þar sem skip voru á makrílveiðum. Síðan hefur þó hægt á veiðunum eftir að makríllinn hefur í auknum mæli sótt í norska og færeyska lögsögu, að því er fram kemur í færslu á vef Síldarvinnslunnar. „Makríllinn, sem skipin eru að fá, er ágætt hráefni til vinnslu. Hann er ýmist heilfrystur, hausaður eða flakaður,“ segir í færslunni.

„Þetta er fínasti makríll, en hann er heldur smærri en verið hefur. Þarna er mest um að ræða 380-400 gramma fisk. Það var þokkalegt veiðiveður á miðunum en vissulega er dálítið leiðinlega langt að fara,“ er haft eftir Hjörvari Hjálmarssyni, skipstjóra á Berki.

Til hafnar með góðan afla

Íslensku skipin eru ekki mörg eftir í Smugunni enda héldu þau til hafnar með góðan afla. Þá er verið að landa 1.100 tonnum úr Bjarna Ólafssyni AK í Neskaupstað og er Börkur á leið þangað til löndunar með 1.660 tonn. Beitir NK yfirgaf Smuguna með 1.800 tonn til hafnar í Fuglafirði í Færeyjum og Margrét EA með 1.200 tonn til Kollafjarðar sem einnig er í Færeyjum.

„Við fiskuðum í þessari veiðiferð 2.130 tonn á 28 tímum. Það er býsna gott. Aflinn fékkst í fimm holum en við settum aflann úr fyrsta holinu um borð í Beiti,“ segir Hjörvar.

„Makríllinn á svæðinu, sem við vorum á, var að síga inn í norska og færeyska lögsögu en það var líka að fást ágætur afli nokkru norðar. Auðvitað vonast menn til að það gangi makríll inn í íslenska lögsögu en menn gefa sér ekki mikinn tíma til að leita á meðan hann gefur sig í Smugunni,“ útskýrir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »