Seyðfirðingar sem þess óskuðu fengu frí

Markmiðið í veiðiferðinni var að veiða karfa.
Markmiðið í veiðiferðinni var að veiða karfa. Ljósmynd/Ómar Bogason

Margir í áhöfn togarans Gullvers, sem gerður er út frá Seyðisfirði, urðu áhyggjufullir eftir að stóra aurskriðan féll á byggðina í firðinum föstudaginn 18. desember.

Af þeim sökum fengu allir Seyðfirðingar í áhöfninni frí sem þess óskuðu.

Þetta kemur fram á vef Síldarvinnslunnar. Segir þar að skipið hafi verið kallað inn samdægurs og komið að landi aðfaranótt laugardagsins.

Í stað Seyðfirðinganna í áhöfninni komu Norðfirðingar og tók nánast örskotsstund að manna skipið, að því er segir á vef útgerðarinnar.

Hjálmar Ólafur Bjarnason.
Hjálmar Ólafur Bjarnason. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Skipstjóri í fyrsta sinn

Í skipstjórastólinn settist þá í fyrsta sinn Hjálmar Ólafur Bjarnason, en hann hefur verið stýrimaður á Gullveri frá árinu 2017.

Hjálmar Ólafur hóf sjómennsku á Barða NK einungis 16 ára að aldri árið 1999 og settist í Stýrimannaskólann árið 2010. Hann lauk síðan stýrimannaprófi árið 2014.

„Þetta bar brátt að en hamfarirnar á Seyðisfirði gerðu það að verkum að ég, Norðfirðingurinn, færi með skipið. Markmiðið með veiðiferðinni var að veiða karfa og okkur tókst með herkjum að ná þeim afla sem ætlast var til,“ er haft eftir Hjálmari á vef Síldarvinnslunnar.

Gekk stórslysalaust

„Veiðiferðin stóð einungis í um tvo sólarhringa og við reyndum fyrir okkur á hefðbundnum slóðum: Lónsdýpi, Hornafjarðardýpi og einnig úti á Þórsbanka.

Staðreyndin er sú að það voru ekki miklar væntingar um góðan afla. Auðvitað voru það tímamót að fara í sinn fyrsta túr sem skipstjóri og þetta gekk allt saman stórslysalaust.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 309 kg
Þorskur 268 kg
Karfi 111 kg
Steinbítur 38 kg
Ufsi 16 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 747 kg
19.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 1.488 kg
Keila 367 kg
Ýsa 62 kg
Steinbítur 58 kg
Karfi 25 kg
Samtals 2.000 kg
19.9.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 3.183 kg
Ýsa 1.120 kg
Keila 155 kg
Langa 50 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 4.545 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 309 kg
Þorskur 268 kg
Karfi 111 kg
Steinbítur 38 kg
Ufsi 16 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 747 kg
19.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 1.488 kg
Keila 367 kg
Ýsa 62 kg
Steinbítur 58 kg
Karfi 25 kg
Samtals 2.000 kg
19.9.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 3.183 kg
Ýsa 1.120 kg
Keila 155 kg
Langa 50 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 4.545 kg

Skoða allar landanir »