Kann að verða meiri verðdýfa en fyrri ár

Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík, segir árleg …
Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík, segir árleg árstíðabundin verðdýfa þorsks kunni að verða dýpri vegna stöðunnar á mörkuðum, en ekkert sé öruggt í þeim efnum. Ljósmynd/Samtök atvinnulífsins

Um helmingur af fiskveiðiárinu er liðinn og hefur um helmingur af útgefnu aflamarki í þorski verið veiddur. Þá hefur verð á þorski tekið að dala og er það talið tengt samspili veikrar stöðu í hótel- og veitingageiranum og aukins framboðs.

„Ferski fiskurinn er aðeins að dala núna, eins og hann hefur oft gert þegar framboð frá Noregi kemur,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík. Vísar hann til þess að ein umfangsmesta þorskvertíð hefst á vetri hverjum í Norður-Noregi. Hins vegar segir Pétur Hafsteinn óvenjulegt nú hve snemma áhrifin frá norska fiskinum virðast koma og að það sé líklega vegna kórónuveirufaraldursins sem gerir markaðina viðkæmari.

Þá séu aðstæður þannig að þessi árlega verðdýfa kunni að verði eitthvað meiri nú en fyrri ár, en það er ekkert öruggt í þeim efnum. „Þetta er svolítið það sem menn voru að búast við,“ segir hann.

Þjónustustigið skiptir miklu

Spurður hvort hann telji uppsafnaða birgðastöðu hafa haft áhrif segir Pétur Hafsteinn svo ekki vera. „Ég tel að það sé þannig að framleiðendur séu með eitthvað meiri af birgðum en venjulega, en ég held að það sé minna um birgðir á markaðnum. Það hafa allir lært að sýna varkárni og er því minna af millibirgðunum, sem sagt hjá kúnnunum. Þeir taka lítið í einu og alls ekki meira en þeir nauðsynlega þurfa. Þess vegna skiptir þjónustustigið miklu máli núna.“

Jóhanna Gísladóttir GK-557, sem Vísir hf. gerir út, er meðal …
Jóhanna Gísladóttir GK-557, sem Vísir hf. gerir út, er meðal stærstu línubáta landsins. mbl.is/Ólafur Kolbeinn Guðmundsson

Það að það sé minna af millibirgðum gerir það einnig að verkum að vonir eru um að þegar markaðir taki við sér á ný gerist það af miklum hraða, segir hann. „Ég held að reyslan sé þannig að þegar eitthvað stoppar þá fer það skarpt af stað þegar það byrjar aftur.“

Hann segir heilt yfir hafa gengið vel að aðlaga framleiðsluna að óskum markaðarins og að mun meiri sveigjanleiki sé innan greinarinnar í heild nú en var síðasta vor. „Þær afurðir sem eru eingöngu eða að stærstum hluta ætlaðar þessum hótel- og veitingageira – það er búið að vera erfitt þar. En þeir sem hafa getað beint sölu í búðirnar, frystum og söltuðum vörum, þeir hafa haldið sér. Ferski fiskurinn hefur gengið þokkalega vel miðað við allt.“

Mun meiri veiði

Eins og fyrr segir hefur um helmingur af útgefnu aflamarki í þorski verið veiddur, en í byrjun árs var fátt sem benti til þess að helmingi aflamarks yrði landað á fyrri helmingi fiskveiðiársins. „Veiðin í haust var talsvert dræm miðað við undanfarin haust. En með mjög mikilli veiði í janúar og febrúar held ég að það sé búið að vinna það upp. [...] Ég held að smábátaflotinn hafi verið með 65% meiri veiði í janúar miðað við í fyrra og aflamarksskipin með 35% meira af þorskinum. Það er búið að veiða meira af öllu nema ufsa,“ segir Pétur Hafsteinn.

Hann telur þessa auknu veiði í vetur ekki hafa haft afgerandi áhrif á verðmyndunina. „Þetta hefur verið mjög stór og flottur fiskur, og gengið vel að selja hann. Það sem vantaði inn í framleiðsluna í haust kemur núna, en ferskfiskmarkaðurinn er alltaf hlaupandi upp og niður.“

„Ég held að menn séu að halda að sér höndum,“ segir hann spurður hvort líklegt sé að útgerðir dragi úr veiðum við þessar aðstæður. „Strax og salan fer að hökta þá kippa menn bara úr. Menn spáðu því að það væri veturinn 2021 sem myndi reyna á kaupmátt fólks erlendis, en þá var gert ráð fyrir að veiran væri farin. Nú eru menn bara enn á tánum og nýta allan innbyggðan sveigjanleika sem þeir hafa hjá sér. Svo hægja einyrkjarnir á sér núna þegar verð er að fara niður.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.21 303,14 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.21 397,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.21 434,93 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.21 263,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.4.21 120,21 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.21 179,63 kr/kg
Djúpkarfi 16.4.21 187,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.21 239,93 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.4.21 Vésteinn GK-088 Lína
Steinbítur 526 kg
Hlýri 268 kg
Þorskur 243 kg
Ýsa 172 kg
Gullkarfi 52 kg
Keila 44 kg
Samtals 1.305 kg
16.4.21 Bíldsey SH-065 Lína
Þorskur 1.793 kg
Ýsa 141 kg
Hlýri 40 kg
Gullkarfi 34 kg
Steinbítur 5 kg
Keila 3 kg
Samtals 2.016 kg
16.4.21 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Hlýri 265 kg
Ýsa 250 kg
Þorskur 97 kg
Steinbítur 21 kg
Keila 20 kg
Gullkarfi 19 kg
Grálúða 3 kg
Langa 3 kg
Skarkoli 2 kg
Lýsa 2 kg
Samtals 682 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.21 303,14 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.21 397,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.21 434,93 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.21 263,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.4.21 120,21 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.21 179,63 kr/kg
Djúpkarfi 16.4.21 187,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.21 239,93 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.4.21 Vésteinn GK-088 Lína
Steinbítur 526 kg
Hlýri 268 kg
Þorskur 243 kg
Ýsa 172 kg
Gullkarfi 52 kg
Keila 44 kg
Samtals 1.305 kg
16.4.21 Bíldsey SH-065 Lína
Þorskur 1.793 kg
Ýsa 141 kg
Hlýri 40 kg
Gullkarfi 34 kg
Steinbítur 5 kg
Keila 3 kg
Samtals 2.016 kg
16.4.21 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Hlýri 265 kg
Ýsa 250 kg
Þorskur 97 kg
Steinbítur 21 kg
Keila 20 kg
Gullkarfi 19 kg
Grálúða 3 kg
Langa 3 kg
Skarkoli 2 kg
Lýsa 2 kg
Samtals 682 kg

Skoða allar landanir »