Litlu munaði að verr færi

Skipið Taur­us Con­fi­dence kom í gær til Reyðarfjarðar.
Skipið Taur­us Con­fi­dence kom í gær til Reyðarfjarðar.

Litlu munaði að verr færi á Reyðarfirði í gær þegar brasilískt súrálsskip lagðist að bryggju með tíu smitaða skipverja innanborðs. Að sögn Ingva Rafns Guðmundssonar, hafnsögumanns í Mjóeyrarhöfn, lét skipstjóri skipsins Landhelgisgæsluna ekki vita af veikindum um borð þegar honum bar að gera það.

„Þetta kemur ekkert í ljós nema í gegnum krókaleiðir að það séu veikindi um borð. Það var sent eitthvert skeyti frá skipinu út til Noregs um að fá einhver lyf og þeir láta þá umboðsmanninn vita og þetta var bara rétt áður en skipið átti að koma hér inn. Þannig að þetta var svolítið seint í rassinn gripið,“ segir Ingvi Rafn.

„Þetta hefði getað endað svoleiðis að hann hefði engum sagt eitt eða neitt. Hafnsögumaðurinn hefði farið um borð, farið heim og þetta hefði bara farið út um allt. Þannig að okkur stóð ekki alveg á sama,“ segir Ingvi.

Skipum ber að gefa Landhelgisgæslunni stöðuna á Covid-19 um borð þegar komið er inn í landhelgina en samkvæmt boðum frá skipinu átti þar allt að vera með felldu í þeim efnum.

Hafnsögumaður í sóttkví

Hafnsögumaður, annar en Ingvi, fór um borð í skipið þegar það lagðist að bryggju, eins og skylt er samkvæmt lögum. Hann gætti sóttvarna en er nú í sóttkví á heimili sínu. „Hann vildi ekkert fara um borð en við gerum bara það sem okkur er sagt,“ segir Ingvi.

Skipverjarnir voru skimaðir af starfsmönnum heilsugæslu og reyndust 10 af 19 í áhöfn smitaðir af Covid-19. Enginn þeirra hefur farið í land og fer ekki næstu vikurnar. Hugsanlegt er þó að læknir fari um borð ef þess er þörf en landgangurinn er ekki uppi.

Sveitarstjórnir fóru þess á leit við heilbrigðisyfirvöld þegar verið var að móta forgangslista í bólusetningu á sínum tíma, að hafnsögumenn yrðu þar ofarlega á blaði. Þeir hafa ekki fengið bólusetningu en eru þó ekki margir talsins á landinu.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að líklega sé brasilíska afbrigði kórónuveirunnar nú að finna á Íslandi en óljóst er hvort hann sé þar að vísa til þessa skips. Ekki er vitað til þess að raðgreiningu sé lokið á sýnum úr skipverjunum.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.4.21 284,53 kr/kg
Þorskur, slægður 15.4.21 393,01 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.4.21 354,09 kr/kg
Ýsa, slægð 15.4.21 353,80 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.4.21 134,62 kr/kg
Ufsi, slægður 15.4.21 176,99 kr/kg
Djúpkarfi 6.4.21 30,00 kr/kg
Gullkarfi 15.4.21 254,14 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.4.21 Konráð EA-090 Grásleppunet
Grásleppa 3.144 kg
Þorskur 186 kg
Samtals 3.330 kg
15.4.21 Anna ÓF-083 Grásleppunet
Grásleppa 528 kg
Þorskur 105 kg
Samtals 633 kg
15.4.21 Ósk ÞH-054 Grásleppunet
Grásleppa 1.520 kg
Þorskur 76 kg
Samtals 1.596 kg
15.4.21 Auður HU-094 Grásleppunet
Grásleppa 2.697 kg
Þorskur 187 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 2.886 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.4.21 284,53 kr/kg
Þorskur, slægður 15.4.21 393,01 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.4.21 354,09 kr/kg
Ýsa, slægð 15.4.21 353,80 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.4.21 134,62 kr/kg
Ufsi, slægður 15.4.21 176,99 kr/kg
Djúpkarfi 6.4.21 30,00 kr/kg
Gullkarfi 15.4.21 254,14 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.4.21 Konráð EA-090 Grásleppunet
Grásleppa 3.144 kg
Þorskur 186 kg
Samtals 3.330 kg
15.4.21 Anna ÓF-083 Grásleppunet
Grásleppa 528 kg
Þorskur 105 kg
Samtals 633 kg
15.4.21 Ósk ÞH-054 Grásleppunet
Grásleppa 1.520 kg
Þorskur 76 kg
Samtals 1.596 kg
15.4.21 Auður HU-094 Grásleppunet
Grásleppa 2.697 kg
Þorskur 187 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 2.886 kg

Skoða allar landanir »