Áfall fyrir breska útgerð í helmingseigu Samherja

UK Fisheries kann að þurfa að selja togarann Kirkella eftir …
UK Fisheries kann að þurfa að selja togarann Kirkella eftir mikinn niðurskurð í aflaheimildum, að mati stjórnenda útgerðarinnar. Ljósmynd/UK Fisheries

Það kann að koma til þess að einn af síðustu úthafstogurum Hull, Kirkella H-7, verði seldur. Skipið fær aðeins helming þess kvóta sem það áður fékk í norskri lögsögu og segir Jane Sandell, forstjóri UK Fisheries, segir í Yorkshire Post að samningur sem beska ríkisstjórnin gerði við Noreg um fiskveiðar sé „algjört áfall“ fyrir fyrirtækið.

UK Fisheries Limited, sem er í helmingseigu Samherja í gegnum dótturfélagið Onward Fishing Company, hefur gert út skipið Kirkella sem áður veiddi um 8% af fiski sem seldur var til verslana með fisk og franskar í Bretlandi. Þá veiddi Kirkella fyrir Brexit um 10 þúsund tonn af norðurslóðaþorski í norskri lögsögu, en fær nú aðeins að veiða 500 tonn.

„Að tala um vonbrigði væri vanmat aldarinnar,“ segir Sandell og bætir við að fögur fyrirheit bresku ríkisstjórnarinnar hafi verið innantóm. „Eina ályktunin sem hægt er að draga er að þeim sé alveg sama. […] Að ganga frá borðinu með 500 tonn þegar það myndi undir venjulegum kringustæðum vera þúsundir er ekki hægt að lýsa sem góðum árangri.“

Hún segir ljóst að endurmeta þurfi tilhögun reksturs fyrirtækisins og til greina komi að grípa til niðurskurðar og selja skipið.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.1.23 506,46 kr/kg
Þorskur, slægður 27.1.23 537,35 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.1.23 471,71 kr/kg
Ýsa, slægð 27.1.23 369,34 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.1.23 329,65 kr/kg
Ufsi, slægður 27.1.23 336,22 kr/kg
Djúpkarfi 23.1.23 317,00 kr/kg
Gullkarfi 27.1.23 324,75 kr/kg
Litli karfi 27.1.23 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.1.23 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.1.23 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 657 kg
Keila 235 kg
Ýsa 85 kg
Langa 36 kg
Gullkarfi 19 kg
Steinbítur 17 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.054 kg
28.1.23 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 13.738 kg
Ýsa 1.209 kg
Steinbítur 307 kg
Samtals 15.254 kg
28.1.23 Öðlingur SU-019 Línutrekt
Ýsa 362 kg
Þorskur 85 kg
Steinbítur 54 kg
Gullkarfi 4 kg
Samtals 505 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.1.23 506,46 kr/kg
Þorskur, slægður 27.1.23 537,35 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.1.23 471,71 kr/kg
Ýsa, slægð 27.1.23 369,34 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.1.23 329,65 kr/kg
Ufsi, slægður 27.1.23 336,22 kr/kg
Djúpkarfi 23.1.23 317,00 kr/kg
Gullkarfi 27.1.23 324,75 kr/kg
Litli karfi 27.1.23 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.1.23 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.1.23 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 657 kg
Keila 235 kg
Ýsa 85 kg
Langa 36 kg
Gullkarfi 19 kg
Steinbítur 17 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.054 kg
28.1.23 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 13.738 kg
Ýsa 1.209 kg
Steinbítur 307 kg
Samtals 15.254 kg
28.1.23 Öðlingur SU-019 Línutrekt
Ýsa 362 kg
Þorskur 85 kg
Steinbítur 54 kg
Gullkarfi 4 kg
Samtals 505 kg

Skoða allar landanir »