Skemmdirnar sem urðu á flutningaskipi Eimskips, Pólfossi, þegar það strandaði við Noregsstrendur eru metnar mjög litlar og ekki er áætlað að fjárhaglegt tjón sé mikið.
Skipið strandaði um 500 metra frá bryggju í Kristiansund, að því er kemur fram í svari Eimskips við fyrirspurn mbl.is. Áður hafði komið fram að skipaði hafi strandað skammt frá bryggjunni.
Búist er við því að viðgerð á skipinu ljúki um miðja þessa viku.
Rafmagn sló út á Pólfossi með þeim afleiðingum að það varð stjórnlaust og strandaði um miðjan mánuðinn.
Skipið, sem er eitt af frystiskipum Eimskips sem þjónustar norsku ströndina, fékk aðstoð dráttarbáts og var komið að bryggju innan þriggja tíma. Engin hætta skapaðist fyrir áhöfn, frakt eða umhverfið.