Miklar sveiflur í makrílveiðinni

Tómas Káarson, skipstjóri á Beiti NK, segir töluverðar sveiflur í …
Tómas Káarson, skipstjóri á Beiti NK, segir töluverðar sveiflur í makrílveiðinni. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Smári Geirsson

Þrátt fyrir að makríllinn hafi stefnt í átt að Íslandi og íslensku uppsjávarskipin hafa getað stundað veiðar í íslensku lögsögunni, hefur veiðin ekki verið nógu kraftmikil og vonað var. Enn eru rúmlega 54.500 tonn eftir af makrílkvóta ársins eða ríflega 36% af úthlutuðum aflaheimildum, að því er fram kemur í aflastöðulista Fiskistofu.

„Veiðin var heldur treg þegar við vorum úti en hún hefur glæðst. [...] Það eru töluverðar sveiflur í veiðinni,“ segir Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti NK, í færslu á vef Síldarvinnslunnar.

Aflastaðan misjöfn

Aflastaðan er þó misjöfn milli skipa og segir Tómas makrílkvótann langt kominn hjá skipunum sem landa hjá Síldarvinnslunni, en Beitir kom til Neskaupstaðar á laugardag með 920 tonna afla sem fór allur til manneldisvinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Rúm 800 tonn voru makríll en einnig fylgdu rúm 60 tonn af síld og tæp 50 tonn af kolmunna.

„Í veiðiferðinni tókum við sjö hol og fór aflinn úr þremur þeirra um borð í Vilhelm Þorsteinsson. Við fengum síðan afla úr fjórum holum frá Barða. […] Nú eru menn farnir að hugsa til síldarvertíðar og á landleiðinni núna tókum við eina stutta síldarsköfu á Héraðsflóanum. Það var áhugi fyrir því að skoða ástand síldarinnar og því var þetta gert. Við fengum þarna 60 tonn af gullfallegri norsk-íslenskri síld. Ég reikna með að þetta hafi verið um 400 gramma síld. Ég trúi vart öðru en þessi síld gefi góð fyrirheit um síldarvertíðina sem framundan er,“ segir Tómas.

Aðfararnótt mánudags kom Barði NK til Neskaupstaðar með um þúsund tonn af makrílmiðunum og fékks aflinn í íslensku lögsögunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 604,89 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,74 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 257,32 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,89 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Ísak AK 67 Þorskfisknet
Þorskur 6.437 kg
Skarkoli 67 kg
Ýsa 13 kg
Samtals 6.517 kg
19.9.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Skarkoli 4.384 kg
Sandkoli 501 kg
Ýsa 484 kg
Þorskur 479 kg
Steinbítur 56 kg
Karfi 6 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 5.913 kg
19.9.24 Sólrún EA 151 Lína
Ýsa 2.267 kg
Þorskur 1.847 kg
Hlýri 57 kg
Steinbítur 6 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 4.178 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 604,89 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,74 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 257,32 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,89 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Ísak AK 67 Þorskfisknet
Þorskur 6.437 kg
Skarkoli 67 kg
Ýsa 13 kg
Samtals 6.517 kg
19.9.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Skarkoli 4.384 kg
Sandkoli 501 kg
Ýsa 484 kg
Þorskur 479 kg
Steinbítur 56 kg
Karfi 6 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 5.913 kg
19.9.24 Sólrún EA 151 Lína
Ýsa 2.267 kg
Þorskur 1.847 kg
Hlýri 57 kg
Steinbítur 6 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 4.178 kg

Skoða allar landanir »