Lækka framlag sem skilaði þjóðarbúinu milljörðum

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp ársins 2023 í dag. Þar …
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp ársins 2023 í dag. Þar er gert ráð fyrir að sérstakt framlag vegna loðnurannsókna verði ekki framlengt. mbl.is/Árni Sæberg

Sérstakt 165 milljóna króna framlag til Hafrannsóknastofnunar ætlað auknum loðnurannsóknum verður ekki framlengt, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2023. Stórar loðnuvertíðir hafa skilað þjóðarbúinu milljörðum króna.

Vegna loðnubrests var ákveðið 2018 að veita sérstakt framlag í fimm ár til aukinna loðnurannsókna, en engar loðnuveiðar urðu 2018 og ekki heldur 2019. Brösuglega gekk að finna loðnuna þrátt fyrir aukið fjárframlag, meðal annars vegna hafíss og veðurlags.

Ungloðna sást í mælingum 2019 en ekki gekk að finna mikið magn af loðnu í leiðangri Hafrannsóknastofnunar 2020 vegna veðurs. Var talið að þyrfti að mæla meira við betri veðurskilyrði, en vegna fjárskorts stóð til að bíða til janúar 2021 að hefja mælingar á ný. Miklir hagsmunir voru sagðir undir og ákváðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) að leggja 65 milljónir til loðnuleitar í desember 2020.

„Góð loðnu­vertíð get­ur að lík­ind­um aukið út­flutn­ings­tekj­ur um 30 millj­arða króna og marg­föld­un­ar­áhrif í hag­kerf­inu öllu eru að lík­ind­um tvö­föld eða þreföld, líkt og með aukn­um tekj­um starfs­manna sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, sveit­ar­fé­laga og þjón­ustuaðila sjáv­ar­út­vegs,“ sagði í tilkynningu SFS vegna stuðnings samtakanna við loðnuleitina.

Góð loðnuvertíð skilr milljörðum í útflutningstekjur.
Góð loðnuvertíð skilr milljörðum í útflutningstekjur. mbl.is/Börkur Kjartansson

Tugir milljarða

Leiðangurinn skilaði árangri og var í kjölfarið gefin út 175 þúsund tonna ráðgjöf og skilaði vertíðin um 20 milljöðrum í útflutningsverðmæti, en verð voru óvenju há.

Ráðgjöf vegna veiðanna 2022 nam um 900 þúsund tonnum, mesta í tvo áratugi, þar af veiddu íslensku skipin rúmlega 600 þúsund tonn sem hefur verið áætlað að skili yfir 50 milljörðum í útflutningstekjur.

„Með stórauknu aflamarki nú myndum við sjá fram á umtalsvert meiri útflutningstekjur og hagvöxt umfram væntingar á næsta ári,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, 1. október 2021 um loðnuráðgjöf hafrannsóknastofnunar.

„Þannig bætist enn í góðar horfur og líkurnar aukast á að við getum vaxið enn hraðar út úr kórónukreppunni á komandi misserum,“ sagði Bjarni.

200 milljónir í hvalatalningu

Þá fellur einnig niður 96 milljóna króna tímabundið framlag til eflingar grunnrannsókna á lífríki sjávar og bættrar vöktunar á nytjastofnum.

Ríkisstjórnin leggur til að Hafrannsóknastofnun verði veittar 200 milljónir í eitt ár vegna hvalatalninga á árinu 2023 og er vakin athygli á því að átta ár eru frá því að talningar fóru fram síðast.

„Hvalatalningar eru grundvöllur rannsókna á ástandi hvalastofna. Þessi aðgerð samrýmist markmiði 1 um sjálfbæra nýtingu og vistkerfisnálgun við stjórnun fiskveiða,“ segir í frumvarpinu.

Átta ár eru frá síðustu talningu hvala við Íslandsstrendur.
Átta ár eru frá síðustu talningu hvala við Íslandsstrendur. mbl.is/Sigurður Ægisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Jökull ÞH 299 Grálúðunet
Þorskur 24.903 kg
Grálúða 229 kg
Samtals 25.132 kg
19.9.24 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.689 kg
Þorskur 1.181 kg
Keila 277 kg
Steinbítur 18 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 3.188 kg
19.9.24 Hrönn NS 50 Handfæri
Ufsi 12 kg
Samtals 12 kg
19.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 4.669 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 300 kg
Keila 30 kg
Langa 14 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.971 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Jökull ÞH 299 Grálúðunet
Þorskur 24.903 kg
Grálúða 229 kg
Samtals 25.132 kg
19.9.24 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.689 kg
Þorskur 1.181 kg
Keila 277 kg
Steinbítur 18 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 3.188 kg
19.9.24 Hrönn NS 50 Handfæri
Ufsi 12 kg
Samtals 12 kg
19.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 4.669 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 300 kg
Keila 30 kg
Langa 14 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.971 kg

Skoða allar landanir »