Tekur við stjórn Royal Greenland í febrúar

Susanne Arfelt Rajamand verður nýr forstjóri Royal Greenland frá og …
Susanne Arfelt Rajamand verður nýr forstjóri Royal Greenland frá og með 1. febrúar 2023. Ljósmynd/Royal Greenland

Susanne Arfelt Rajamand mun taka við sem forstjóri grænlenska ríkisútgerðarfyrirtækinu Royal Greenland A/S frá og með 1. febrúar næstkomandi, að því er fram kemur í tilkynningu á vef félagsins.

Hún mun því taka við af Mikael Thinghuus sem lét af störfum í október síðastliðnum.

Rajamand er með mikla reynslu úr matvælaiðnaði en kemur þó úr nokkuð óvæntri átt og gegnir nú stöðu framkvæmdastjóra í Suðaustur-Asíu fyrir mjólkurafurðarisann Fonterra. Þar á undan átti hún meðal annars langan og farsælan feril hjá Unilever í Singapúr.

„Susanne hefur alþjóðlega reynslu og réttan persónuleika til að stýra mikilvægasta fyrirtæki Grænlands. Hún mun hjálpa til við að tryggja áframhaldandi þróun Royal Greenland á Grænlandi, en viðhalda alþjóðlegum áherslum,“ segir Maliina Abelsen, stjórnarformaður Royal Greenland, í tilkynningunni.

Tekur við góðu búi

Thinghuus tilkynnti í byrjun þessa árs að hann myndi láta af störfum en hann gengdi starfi forstjóra frá árinu 2009. Það ár var um fimm milljarða íslenskra króna tap hjá félaginu og þurftu grænlenska ríkið að styðja Royal Greenland með 500 milljóna danskra króna neyðarláni.

Árið 2021 var hins vegar mesti hagnaður í 250 ára sögu félagsins og nam hann alls 326 milljónum danskra króna, ígildi um 6,8 milljarða íslenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Jökull ÞH 299 Grálúðunet
Þorskur 24.903 kg
Grálúða 229 kg
Samtals 25.132 kg
19.9.24 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.689 kg
Þorskur 1.181 kg
Keila 277 kg
Steinbítur 18 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 3.188 kg
19.9.24 Hrönn NS 50 Handfæri
Ufsi 12 kg
Samtals 12 kg
19.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 4.669 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 300 kg
Keila 30 kg
Langa 14 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.971 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Jökull ÞH 299 Grálúðunet
Þorskur 24.903 kg
Grálúða 229 kg
Samtals 25.132 kg
19.9.24 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.689 kg
Þorskur 1.181 kg
Keila 277 kg
Steinbítur 18 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 3.188 kg
19.9.24 Hrönn NS 50 Handfæri
Ufsi 12 kg
Samtals 12 kg
19.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 4.669 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 300 kg
Keila 30 kg
Langa 14 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.971 kg

Skoða allar landanir »