Heiða Kristín nýr framkvæmdastjóri Sjávarklasans

Heiða Kristín Helgadóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra Sjávarklasans. …
Heiða Kristín Helgadóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra Sjávarklasans. Hún hefur störf í sumar. Samsett mynd

Heiða Kristín Helgadóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra Sjávarklasans á Íslandi og hefur hún störf í sumar en hún hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri Niceland Seafood auk þess að hafa komið að stofnun og rekstri hugbúnaðarfyrirtækja hérlendis og í Bandaríkjunum.

Þetta kemur fram í fréttatilkynnringu frá Sjávarklasanum.

Þar segir að Heiða sé með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem pólitískur ráðgjafi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar frá áramótum og var kosningastjóri og framkvæmdastjóri Besta Flokksins og einn af stofnendum Bjartrar Framtíðar.

„Ég hef lengi hrifist af starfi Sjávarklasans á Íslandi enda hefur klasahugmyndafræðin margsannað gildi sitt við stofnun og uppbyggingu fyrirtækja og nýrra verkefna. Sjávarklasinn byggir á góðum grunni og er í lykilstöðu sem hreyfiafl í íslensku samfélagi nú þegar áherslan á fullnýtingu afurða og hringrásarhagkerfið er í hámæli. Nýjasta verkefni klasans, Grænir iðngarðar í Helguvík er til marks um þann metnað og framtíðarsýn sem Sjávarklasinn hefur ætíð staðið fyrir og ég er stolt og spennt að fá að leggja lóð mitt á vogarskálar Þórs Sigfússonar stofnanda klasans og hans samstarfsfólks við að auka fjölbreytni í íslensku atvinnulífi með áherslu á nýsköpun og verðmætasköpun innan bláa hagkerfisins,“ segir Heiða Kristín í tilkynningunni.

Þór Sigfússon er stofnandi Sjávarklasans.
Þór Sigfússon er stofnandi Sjávarklasans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það eru spennandi tímar framundan hjá Sjávarklasanum en aldrei hefur verið meiri og fjölbreyttari sprotastarfsemi í bláa hagkerfinu. Það er mikill fengur að fá Heiðu Kristínu til liðs við okkur. Hún er kraftmikil og með víðtæka reynslu sem mun nýtast vel við að leiða starfið áfram og takast á við þær áskoranir sem framundan eru.” segir Þór Sigfússon stofnandi sjávarklasans.

Sjávarklasinn vinnur að því að stuðla að aukinni nýsköpun í gegnum aukið samstarf fyrirtækja og frumkv-la í sjávarútvegi og annarri haftengdri starfsemi. Hús sjávarklasans er samfélag yfir 70 fyrirtækja og frumkvöðla í hafsækinni starfsemi. Eru þar að finna fyrirtæki í fiskeldi, fisksölu, sjávarútvegstækni, hugbúnaði, hönnun, líftækni, snyrtivörum og ýmsu öðru. Hús sjávarklasans er samfélag þessara fyrirtækja og vettvangur fyrir þau að skapa saman ný verðmæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »