Styður endurkomu Rússa í G8

Úkraína | 20. ágúst 2019

Styður endurkomu Rússa í G8

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst stuðningi sínum við að Rússar fái að snúa aftur í G8, hóp átta helstu efnahagsvelda heims, sem eru þó aðeins sjö talsins eftir að Rússum var vikið úr hópnum árið 2014.

Styður endurkomu Rússa í G8

Úkraína | 20. ágúst 2019

Trump segir ástæðu brottvikningar Rússa úr G8 vera þá að …
Trump segir ástæðu brottvikningar Rússa úr G8 vera þá að Pútín hafi leikið á Barack Obama. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst stuðningi sínum við að Rússar fái að snúa aftur í G8, hóp átta helstu efnahagsvelda heims, sem eru þó aðeins sjö talsins eftir að Rússum var vikið úr hópnum árið 2014.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst stuðningi sínum við að Rússar fái að snúa aftur í G8, hóp átta helstu efnahagsvelda heims, sem eru þó aðeins sjö talsins eftir að Rússum var vikið úr hópnum árið 2014.

Trump lét þessa skoðun sína í ljós fyrir fund ríkjanna sjö í Biarritz í Frakklandi í dag og sagði það vera „mun meira viðeigandi“ að hafa Rússa með í hópi efnahagsveldanna.

„Þetta ættu að vera G8, því margt sem við ræðum um hefur að gera með Rússland,“ sagði Trump.

Rússum var vikið úr G8 í kjölfar þess að þeir innlimuðu Krímskaga árið 2014. Trump segir ástæðu brottvikningarinnar þó vera þá að Pútín hafi leikið á Barack Obama, forvera Trump, og því hafi Obama viljað Rússa úr hópnum.

mbl.is