60 smit innanlands – fækkar í sóttkví

Kórónuveiran COVID-19 | 24. ágúst 2021

60 smit innanlands – fækkar í sóttkví

60 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þar af voru 22 í sóttkví við greiningu, eða rúm 36 prósent og 38 greindust utan sóttkvíar.

60 smit innanlands – fækkar í sóttkví

Kórónuveiran COVID-19 | 24. ágúst 2021

Skjúkraflutningar vegna Covid-19.
Skjúkraflutningar vegna Covid-19. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

60 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þar af voru 22 í sóttkví við greiningu, eða rúm 36 prósent og 38 greindust utan sóttkvíar.

60 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þar af voru 22 í sóttkví við greiningu, eða rúm 36 prósent og 38 greindust utan sóttkvíar.

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 

55 smit greindust í einkennasýnatöku og fimm í sóttkvíar- og handahófskenndri sýnatöku. Fjöldi sýna sem tekin voru í gær er 3.159 og voru jákvæð sýni þannig 1,8 prósent. 

Sem stendur eru 930 í einangrun með Covid-19 á landinu og 1.503 í sóttkví, sem er nokkur fækkun á milli daga en í gær voru 1.831 í sóttkví. Þá eru 924 í skimunarsóttkví.

22 eru á sjúkrahúsi með Covid-19, þar af sjö á gjörgæslu. 

Ellefu smit greindust á landamærum Íslands, þar af voru níu virk en beðið er niðurstaða úr mótefnamælingum í tveimur tilfellum. 

Fréttin hefur verið uppfærð.mbl.is