Lést eftir Pfizer-bólusetningu

Kórónuveiran COVID-19 | 30. ágúst 2021

Lést eftir Pfizer-bólusetningu

Heilbrigðisyfirvöld í Nýja Sjálandi hafa tilkynnt um fyrsta andlátið sem talið er tengjast bólusetningu við Covid-19. Um er að ræða bóluefni frá lyfjaframleiðandanum Pfizer. 

Lést eftir Pfizer-bólusetningu

Kórónuveiran COVID-19 | 30. ágúst 2021

Bóluefni Pfizer við Covid-19.
Bóluefni Pfizer við Covid-19. AFP

Heilbrigðisyfirvöld í Nýja Sjálandi hafa tilkynnt um fyrsta andlátið sem talið er tengjast bólusetningu við Covid-19. Um er að ræða bóluefni frá lyfjaframleiðandanum Pfizer. 

Heilbrigðisyfirvöld í Nýja Sjálandi hafa tilkynnt um fyrsta andlátið sem talið er tengjast bólusetningu við Covid-19. Um er að ræða bóluefni frá lyfjaframleiðandanum Pfizer. 

BBC greinir frá. 

Sjálfstæð eftirlitsnefnd með öryggi bólusetninga hefur lýst því yfir að andlát konu, í kjölfar bólusetningar, hafi að öllum líkindum verið af völdum hjartavöðvabólgu – skilgreindri en sjalagæfri aukaverkun bólusetninga. 

Tekið er fram í umfjöllun yfirvalda að aðrir læknisfræðilegir þættir gætu hafa haft áhrif á gang mála. 

Lyfjastofnun Evrópu segir hjartavöðvabólgu mjög sjaldgæfa aukaverkun og ávinning bólusetningar vega þyngra en áhættuna. 

Dánarorsök konunnar hefur ekki enn verið staðfest en eftirlitsnefndin nýsjálenska segir hjartavöðvabólguna að öllum líkindum vegna bólusetningar. 

mbl.is