Danir kveðja bólusetningarvottorðið

Kórónuveiran COVID-19 | 1. september 2021

Danir kveðja bólusetningarvottorðið

Yfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að ekki sé lengur þörf á því að framvísa bóluefnavottorði á flestum opinberum stöðum frá og með deginum í dag. Danir voru fyrsta þjóðin sem tók upp slík vottorð, en stefnt er að því að aflétta flestum takmörkunum í landinu innan fárra daga. 

Danir kveðja bólusetningarvottorðið

Kórónuveiran COVID-19 | 1. september 2021

Danir hafa ástæðu til að gleðjast.
Danir hafa ástæðu til að gleðjast. AFP

Yfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að ekki sé lengur þörf á því að framvísa bóluefnavottorði á flestum opinberum stöðum frá og með deginum í dag. Danir voru fyrsta þjóðin sem tók upp slík vottorð, en stefnt er að því að aflétta flestum takmörkunum í landinu innan fárra daga. 

Yfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að ekki sé lengur þörf á því að framvísa bóluefnavottorði á flestum opinberum stöðum frá og með deginum í dag. Danir voru fyrsta þjóðin sem tók upp slík vottorð, en stefnt er að því að aflétta flestum takmörkunum í landinu innan fárra daga. 

Þetta gerist á sama tíma og margir hafa áhyggjur af því að fjórða Covid-bylgjan sé nú komin á skrið í Evrópu. Dönum hefur þó að mestu tekist að ná tökum á faraldrinum í landinu enda bólusetningarhlutfallið þar afar hátt. Danskir embættismenn taka þó fram að baráttunni við veiruna sé hvergi nærri lokið. 

„Þetta er nokkuð merkilegur dagur,“ sagði Eric Poezevara, sem á veitingastað í Kaupmannahöfn.

„Við komum ekki til með að sakna þeirra [vottorðanna], en ég er þeirrar skoðunar að þetta hafi verið mjög góð hugmynd á sínum tíma, því þetta markaði upphafið að von,“ sagði hann við fréttamann AFP.

Bólusetningarvottorðin sýndu fram á að viðkomandi einstaklingur var annað hvort fullbólusettur eða hafði fengið neikvæða niðurstöðu á svokölluðu PCR-prófi sl. þrjá sólarhringa. Vottorðin voru kynnt til sögunnar í mars þegar fyrstu dýragarðar landsins opnuðu á nýjan leik í kjölfar lokana og takmarkana sem tóku gildi eftir að faraldurinn fór af stað. 

Hægt var að framvísa vottorðinu í síma eða á blaði. Um tímabundna ráðstöfun var að ræða sem átti að renna út 1. október nk. 

Dönsk stjórnvöld hafa nú metið ástandið með þeim hætti að ekki sé lengur þörf á að framvísa slíku vottorði á kaffihúsum, krám, veitingastöðum, líkamsræktarstöðvum og hárgreiðslustofum landsins. 

Enn um sinn þarf þó að framvísa slíku vottorði á stórum opinberum viðburðum sem eru haldnir innandyra og á næturklúbbum. Þann 10. september stendur þó til að aflétta öllum takmörkunum og þá á vottorðið að heyra sögunni til. 

Í byrjun ágúst þurfti fólk ekki lengur að framvísa bólusetningarvottorði þegar það sótti söfn eða viðburði innandyra þar sem færri en 500 komu saman. Fyrir um hálfum mánuði var svo ákveðið að aflétta grímuskyldu í almenningssamöngum. 

Íbúar Danmerkur eru 5,8 milljónir talsins og af þeim eru 71,8% nú fullbólusett. Alls hafa um 2.500 manns látist af völdum kórónuveirunnar í Danmörku frá því faraldurinn hófst. 

mbl.is