400 milljónum gríma dreift ókeypis

Kórónuveiran Covid-19 | 19. janúar 2022

400 milljónum gríma dreift ókeypis

Ríkisstjórn Joes Bidens Bandaríkjaforseta tilkynnti í morgun að hún ætlar að dreifa um 400 milljónum hágæða gríma af gerðinni N95 ókeypis til Bandaríkjamanna. Tilgangurinn er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar.

400 milljónum gríma dreift ókeypis

Kórónuveiran Covid-19 | 19. janúar 2022

Joe Biden fjarlægir grímu af andlitinu.
Joe Biden fjarlægir grímu af andlitinu. AFP

Ríkisstjórn Joes Bidens Bandaríkjaforseta tilkynnti í morgun að hún ætlar að dreifa um 400 milljónum hágæða gríma af gerðinni N95 ókeypis til Bandaríkjamanna. Tilgangurinn er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Ríkisstjórn Joes Bidens Bandaríkjaforseta tilkynnti í morgun að hún ætlar að dreifa um 400 milljónum hágæða gríma af gerðinni N95 ókeypis til Bandaríkjamanna. Tilgangurinn er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Grímurnar verða fáanlegar í byrjun næstu viku á tugum þúsunda dreifingarstöðva víðs vegar um landið, aðallega í apótekum og á heilsugæslustofnunum.

„Þetta er mesta útbreiðsla á persónulegum varnarbúnaði í bandarískri sögu,“ sagði ónafngreindur embættismaður Hvíta hússins, í yfirlýsingu.

Hvíta húsið ætlar einnig að fjölga skimunum vegna kórónuveirunnar. Í gær var opnuð vefsíða þar sem fólk getur pantað ókeypis veirupróf sem hægt verður að taka heima við.  

Skimun á Flórída.
Skimun á Flórída. AFP
mbl.is