Virtist fjarlæg og einmana

Virtist fjarlæg og einmana

Charlene prinsessa af Mónakó sást opinberlega með fjölskyldu sinni í fyrsta skipti á dögunum eftir að hafa átt við erfið og langvinn veikindi að stríða. Hún er sögð hafa virst fjarlæg. 

Virtist fjarlæg og einmana

Kóngafólk í fjölmiðlum | 8. maí 2022

Charlene prinsessa á síðasta ári.
Charlene prinsessa á síðasta ári. Skjáskot/Instagram

Charlene prinsessa af Mónakó sást opinberlega með fjölskyldu sinni í fyrsta skipti á dögunum eftir að hafa átt við erfið og langvinn veikindi að stríða. Hún er sögð hafa virst fjarlæg. 

Charlene prinsessa af Mónakó sást opinberlega með fjölskyldu sinni í fyrsta skipti á dögunum eftir að hafa átt við erfið og langvinn veikindi að stríða. Hún er sögð hafa virst fjarlæg. 

Sérfræðingur í líkamstjáningu segir að myndirnar af fjölskyldunni hafi bent til þess að Charlene sé enn svolítið ein á báti í hjónabandinu. 

„Charlene heldur sig mjög til hlés og skýlir sig á bak við börnin. Augnarráð hennar er dapurt og hún starir út í loftið, þungt hugsi. Hún er mun alvarlegri en fjölskylda hennar sem leikur á als oddi,“ segir Judi James.

„Það virðast eiga sér stað lítil samskipti milli hennar og Alberts prins,“ segir sérfræðingurinn en það hafa lengi verið sögur á kreiki um óhamingjusamt samband þeirra.

Veit að hún á að brosa

„Hún virðist aðeins eiga í samskiptum við dóttur sína þarna. Það eru engin merki um að hún reyni að ná augnsambandi við eiginmann sinn eða aðra. Brosið hennar er allt annað en hamingjusamt. Það nær ekki til augnanna. Raunverulegt bros á upptök sín í augunum. Þá er brosið mjög órætt. Það stundum beygjast munnvikin upp á við og stundum niður. Það er líkt og hún eigi í innri átökum. Hún veit að hún á að brosa en finnur ekki fyrir lönguninni inni í sér.“

„Annað er að segja um Albert prins. Hann er að leggja sig allan fram um að virðast hress og ná til fjöldans. Hann veifar til allra og brosir breitt en Charlene er ekki að taka undir með honum. Þá standa þau mjög fjarri hvort öðru.“

Skýlir sér í dökkri buxnadragt

Þá vekur fataval Charlene prinsessu einnig athygli. Dökk buxnadragt með breiðum axlapúðum gefa til kynna að hún sé að reyna að líta út fyrir að vera sterk og örugg. „Þetta er fjarri því sem hún klæddist á páskamyndinni sem hún birti af sér og fjölskyldunni um páskana þar sem hún klæddist hvítum blómakjól. Hér er hún að skýla sér meira, jafnvel verja sig.“

Fjölskyldan sást saman í fyrsta sinn á kappaksturskeppni í Mónakó …
Fjölskyldan sást saman í fyrsta sinn á kappaksturskeppni í Mónakó á dögunum. Skjáskot/Facebook Palais de Monaco
Fjölskyldan saman á páskunum.
Fjölskyldan saman á páskunum. Skjáskot/Instagram
mbl.is