70 ára drottningarafmæli um helgina

Kóngafólk í fjölmiðlum | 1. júní 2022

70 ára drottningarafmæli um helgina

Bretar undirbúa í dag fjögurra daga helgi til að fagna 70 ára drottningarafmæli Elísabetar II Bretlandsdrottningar í skugga mestu verðhækkana í Bretlandi síðan á áttunda áratugnum.

70 ára drottningarafmæli um helgina

Kóngafólk í fjölmiðlum | 1. júní 2022

Elísabet II, drottning Bretlands, fagnar 70 ára drottningarafmæli um helgina.
Elísabet II, drottning Bretlands, fagnar 70 ára drottningarafmæli um helgina. AFP/Victoria Jones

Bretar undirbúa í dag fjögurra daga helgi til að fagna 70 ára drottningarafmæli Elísabetar II Bretlandsdrottningar í skugga mestu verðhækkana í Bretlandi síðan á áttunda áratugnum.

Bretar undirbúa í dag fjögurra daga helgi til að fagna 70 ára drottningarafmæli Elísabetar II Bretlandsdrottningar í skugga mestu verðhækkana í Bretlandi síðan á áttunda áratugnum.

Tveir opinberir frídagar verða í landinu, fimmtudag og föstudag til þess að fagna afmælinu.

Hátíðarhöldin hefjast á fimmtudegi með skrúðgöngunni „Trooping the Colour“ sem haldin hefur verið í tilefni afmæli þjóðhöfðingja Bretlands síðan á 18. öld.

Þá er búist við að drottningin og konungsfjölskyldan fylgist með flugsýningu frá svölum Buckingham hallar. Þar verður meðal annars hægt að sjá Spitfire flugvél á flugi sem spilaði stóran hlut í velgengni Bretlands í seinni heimsstyrjöldinni.

Eingöngu verður „vinnandi konungsfólk“ á svölunum þannig að Harry prins og Meghan Markle ásamt Andrési prins fá ekki að vera með.

Hátíðarhöldin ná hámarki á sunnudaginn þar sem Ed Sheeran mun syngja „God Save the Queen“, þjóðsöng Breta, fyrir framan Buckingham höll.

mbl.is