Kristín Ruth fer aldrei í ferðalag nema taka þetta með sér

Ferðumst innanlands | 1. júlí 2022

Kristín Ruth fer aldrei í ferðalag nema taka þetta með sér

Útvarpskonan Kristín Ruth Jónsdóttir elskar að ferðast innanlands og stefnir að því að skoða landið fótgangandi í sumar. Þegar hún ekur um landið er góð tónlist lykilatriði til að gera bílferðina skemmtilegri. 

Kristín Ruth fer aldrei í ferðalag nema taka þetta með sér

Ferðumst innanlands | 1. júlí 2022

Kristín Ruth starfar sem útvarpskona á Fm957.
Kristín Ruth starfar sem útvarpskona á Fm957. Ljósmynd/Instagram

Útvarpskonan Kristín Ruth Jónsdóttir elskar að ferðast innanlands og stefnir að því að skoða landið fótgangandi í sumar. Þegar hún ekur um landið er góð tónlist lykilatriði til að gera bílferðina skemmtilegri. 

Útvarpskonan Kristín Ruth Jónsdóttir elskar að ferðast innanlands og stefnir að því að skoða landið fótgangandi í sumar. Þegar hún ekur um landið er góð tónlist lykilatriði til að gera bílferðina skemmtilegri. 

„Ég ætla að fara í göngur um fallega landið okkar. Ég er með planaðar tvær skálagöngur þar sem við tökum dagsgöngur út frá skála. Fyrri ferðin er við Landmannahellir og sú seinni úr Þórsmörk. Ég er brjálæðislega spennt, því þetta er besta tilfinning í heimi,“ segir Kristín Ruth.

Kristín Ruth er spennt að skoða landið fótgangandi í sumar.
Kristín Ruth er spennt að skoða landið fótgangandi í sumar.

Kristín Ruth segir að það sé erfitt að velja uppáhaldsstaðinn sinn á Íslandi að sumri til en að Skorradalur eða Hálendið, séð frá göngu, fái vinninginn.

„Ég er ekki nein ákveðin ferðatýpa held ég. Ég fer í alls konar ferðalög innanlands eins og tjaldútilegur, hjólhýsi eða bara í bústað. Það eina sem skiptir máli er að hafa góðan félagsskap og vera umkringdur fallegri náttúru,“ segir Kristín Ruth. 

Kristín Ruth nýtur sín að ferðast innanlands.
Kristín Ruth nýtur sín að ferðast innanlands.

Hvað tekur þú alltaf með í ferðalagið?

„Númer eitt, tvö og þrjú er að taka góðan fatnað og rétta skó með í ferðalagið. Svo er auðvitað gott nesti lykilatriði,“ segir Kristín Ruth.

Í sumarblíðu við Hofsós.
Í sumarblíðu við Hofsós. mbl.is/Sigurgeir

Hvar er besta sundlaugin á landinu?

„Veit ekki hvaða sundlaug er best á landinu en sundlaugin á Hofsósi hefur alla vega besta útsýnið,“ segir Kristín Ruth. 

Uppáhaldsútihátíð Kristínar Ruthar er Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

„Sú hátíð er algjörlega einstök. Það er allt við hana sem heillar. Gleðin, söngurinn, hátíðin og svo auðvitað eyjan sjálf,“ segir Kristín Ruth og bætir við: 

„Algjörlega magnað hvað fólkið í Vestmannaeyjum tekur vel á móti öllum þessum fjölda sem mætir ár hvert. Maður sér bros á hverju einasta andliti og fólk er komið á eyjuna til að skemmta sér og hafa gaman. Þjóðhátíð er eitthvað sem allir þurfa að upplifa. Ef þú hefur ekki upplifað Þjóðhátíð þá er það eitthvað sem þú ættir að setja á „bucket listann“ þinn,“ segir Kristín Ruth.

Brekkusöngurinn er fastur liður á Þjóðhátíð.
Brekkusöngurinn er fastur liður á Þjóðhátíð. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson.
mbl.is