Konungleg feðgin sýna samstöðu eftir hneyksli

Kóngafólk í fjölmiðlum | 9. janúar 2023

Konungleg feðgin sýna samstöðu eftir hneyksli

Karl Gústaf konungur Svíþjóðar og Viktoría krónprinsessa fóru saman á skíði á dögunum í sænska bænum Salen og birti sænska konungshöllin mynd af þeim feðginum brosandi við tækifærið.

Konungleg feðgin sýna samstöðu eftir hneyksli

Kóngafólk í fjölmiðlum | 9. janúar 2023

Viktoría krónprinsessa ásamt foreldrum sínum Soffíu og Karli Gústafi.
Viktoría krónprinsessa ásamt foreldrum sínum Soffíu og Karli Gústafi. AFP

Karl Gústaf konungur Svíþjóðar og Viktoría krónprinsessa fóru saman á skíði á dögunum í sænska bænum Salen og birti sænska konungshöllin mynd af þeim feðginum brosandi við tækifærið.

Karl Gústaf konungur Svíþjóðar og Viktoría krónprinsessa fóru saman á skíði á dögunum í sænska bænum Salen og birti sænska konungshöllin mynd af þeim feðginum brosandi við tækifærið.

Ekki er ólíklegt að tilgangur myndarinnar sé að sýna að ekki andi köldu á milli þeirra feðgina eftir að Karl Gústaf sagði að það hefði verið óréttlátt að svipta son hans stöðu krónprins á sínum tíma eftir að hann var fæddur. 

Þegar Karl Gústaf yngri fæddist voru lög enn í gildi í Svíþjóð sem fyrirskipuðu að karlkynserfingi ætti tilkall að krúnunni óháð aldursröð systkina. Þeim lögum var svo breytt árið 1980. Þá var Viktoría tveggja ára en bróðir hennar sjö mánaða gamall.

Ummæli konungs vöktu mikla athygli og hneykslan manna og þurfti hann að senda frá sér tilkynningu til þess að útskýra betur afstöðu sína.

„Það hryggir mig mjög að heyra það sagt að ég styðji ekki við bakið á dóttur minni, Viktoríu krónprinsessu, sem erfingja krúnunnar.“

mbl.is