Ekki í aðstöðu til að dæma Harry og Meghan

Ekki í aðstöðu til að dæma Harry og Meghan

Sarah Ferguson segist ekki dæma þá ákvörðun Harrys Bretaprins og Meghan hertogaynju að velja að fara sína eigin leið og skapa sér framtíð ólíka þeirri sem lagt var upp með.

Ekki í aðstöðu til að dæma Harry og Meghan

Kóngafólk í fjölmiðlum | 3. mars 2023

Sarah Ferguson dæmir Harry og Meghan ekki.
Sarah Ferguson dæmir Harry og Meghan ekki. AFP

Sarah Ferguson segist ekki dæma þá ákvörðun Harrys Bretaprins og Meghan hertogaynju að velja að fara sína eigin leið og skapa sér framtíð ólíka þeirri sem lagt var upp með.

Sarah Ferguson segist ekki dæma þá ákvörðun Harrys Bretaprins og Meghan hertogaynju að velja að fara sína eigin leið og skapa sér framtíð ólíka þeirri sem lagt var upp með.

Sagðist hún telja að Díana prinsessa, móðir Harrys, væri ákáflega stolt af barnabörnunum sínum. Ferguson var gift Andrési Bretaprinsi, föðurbróður Harrys. 

„Ég trúi því ekki að nokkur einasta manneskja hafi rétt á því að dæma aðra mennskju. Ég er ekki í stöðu til að dæma,“ sagði Ferguson í viðtali við People í tilefni af nýrri skáldsögu sinni A Most Intriguing Lady. 

„Ég hef verið dæmd allt mitt líf, og ég dæmi ekki Sussex-hjónin,“ sagði Ferguson. 

„Ég held að Díana hefði verið rosalega stolt af barnabörnunum sínum. Ekki bara Sussex-krökkunum heldur líka börnum Wills,“ sagði Ferguson og vísar þar til barnabarnanna fimm, Archie og Lilibet barna Harrys og Meghan og Georgs, Karlottu og Lúðvíks, barna Vilhjálms Bretaprins og Katrínar prinsessu. 

mbl.is