Sóru konungnum hollustueið og sungu með

Sóru konungnum hollustueið og sungu með

„Við tókum þátt í athöfninni, sungum með og stóðum og sátum eins og gert var í Westminster Abbey. Hluti af þessu er að sverja hollustueið við hinn nýja konung og við gerðum það líka.“

Sóru konungnum hollustueið og sungu með

Kóngafólk í fjölmiðlum | 6. maí 2023

Gestir stóðu upp í takt við krýningarathöfnina í Lundúnum og …
Gestir stóðu upp í takt við krýningarathöfnina í Lundúnum og sungu með. Ljósmynd/Aðsend

„Við tókum þátt í athöfninni, sungum með og stóðum og sátum eins og gert var í Westminster Abbey. Hluti af þessu er að sverja hollustueið við hinn nýja konung og við gerðum það líka.“

„Við tókum þátt í athöfninni, sungum með og stóðum og sátum eins og gert var í Westminster Abbey. Hluti af þessu er að sverja hollustueið við hinn nýja konung og við gerðum það líka.“

Þetta segir Guðjón Þór Erlendsson í samtali við mbl.is. Hann var meðal þeirra sem stóðu fyrir athöfn í Dómkirkjunni í morgun þar sem samfélag Breta á Íslandi hélt upp á krýningarathöfn Karls III. Bretakonungs. Að sögn Guðjóns komu gestirnir víðs vegar að enda allir velkomnir.

Dómkirkjan var skreytt í anda Bretlands.
Dómkirkjan var skreytt í anda Bretlands. Ljósmynd/Aðsend

Skáluðu fyrir konungnum

Krýningarathöfnin var í beinu streymi í kirkjunni og séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur kirkjunnar, stjórnaði athöfninni. 

„Fólk kom þarna til að fá að taka þátt og gera meira en að horfa fyrir framan sjónvarpið,“ segir Sveinn.

Að sögn Guðjóns var athöfnin mjög skemmtileg og hátíðleg og fór allt vel fram. Fjölmargir sóttu athöfnina en gestir héldu síðan hver í sína átt þegar henni lauk og fóru ýmsir í svokallað „high tea“ að breskum sið. 

„Við erum að skála fyrir konungnum.“

mbl.is