Teitur og Fanney skáluðu í botn á vínekru í Barcelona

Spánn | 25. maí 2023

Teitur og Fanney skáluðu í botn á vínekru í Barcelona

Áhrifavaldurinn Fanney Ingvarsdóttir og unnusti hennar, Teitur Páll Reynisson, eru í töfrandi afmælisferð í Barcelona á Spáni um þessar mundir þar sem þau fagna afmæli Teits með stæl. 

Teitur og Fanney skáluðu í botn á vínekru í Barcelona

Spánn | 25. maí 2023

Teitur Páll Reynisson og Fanney Ingvarsdóttir hafa það gott í …
Teitur Páll Reynisson og Fanney Ingvarsdóttir hafa það gott í Barcelona. Samsett mynd

Áhrifavaldurinn Fanney Ingvarsdóttir og unnusti hennar, Teitur Páll Reynisson, eru í töfrandi afmælisferð í Barcelona á Spáni um þessar mundir þar sem þau fagna afmæli Teits með stæl. 

Áhrifavaldurinn Fanney Ingvarsdóttir og unnusti hennar, Teitur Páll Reynisson, eru í töfrandi afmælisferð í Barcelona á Spáni um þessar mundir þar sem þau fagna afmæli Teits með stæl. 

Fanney og Teitur hafa verið saman í töluverðan tíma og eiga tvö börn saman. Þau trúlofuðu sig í ársbyrjun, en að sögn Fanneyjar var það „auðveldasta já í heimi.“

„Ég er þakklát fyrir allt okkar“

Fanney birti fallega myndaröð frá gærdeginum á Instagram, en þau eyddi afmælisdegi Teits á glæsilegri vínekru ásamt vinum sínum. Þar skáluðu þau svo sannarlega í botn og nutu dagsins í fallegu og sólríku veðri.

„Fiancé er 35 ára í dag og við fögnuðum því á vínekru í Barcelona. Þeir sem þekkja mig vita að hann er það allra besta sem að komið hefur fyrir mig. Ég er þakklát fyrir allt okkar og þakklát fyrir að eiga mann sem ég sé ekki sólina fyrir. Til hamingju baby!! Ég elska þig,“ skrifaði Fanney.

Teitur og Fanney yfir sig ástfangin í sólinni.
Teitur og Fanney yfir sig ástfangin í sólinni. Skjáskot/Instagram
Þau skáluðu að sjálfsögðu í botn ásamt vinum sínum.
Þau skáluðu að sjálfsögðu í botn ásamt vinum sínum.
Glæsilegt útsýni yfir vínekruna.
Glæsilegt útsýni yfir vínekruna. Skjáskot/Instagram
Girnilegt!
Girnilegt! Skjáskot/Instagram
mbl.is