Áhrifavaldur opnar sig um krabbameinsgreiningu

Áhrifavaldar | 4. júlí 2023

Áhrifavaldur opnar sig um krabbameinsgreiningu

Bandaríski áhrifavaldurinn Grace Helbig greindi frá því í vikunni að hún hefði greinst með brjóstakrabbamein. Enn er óljóst hvenær Helbig hefur meðferð, en læknar segja líklegt að hún muni ná fullum bata.

Áhrifavaldur opnar sig um krabbameinsgreiningu

Áhrifavaldar | 4. júlí 2023

Youtube-stjarnan Grace Helbig er að berjast við brjóstakrabbamein.
Youtube-stjarnan Grace Helbig er að berjast við brjóstakrabbamein. Skjáskot/Instagram

Bandaríski áhrifavaldurinn Grace Helbig greindi frá því í vikunni að hún hefði greinst með brjóstakrabbamein. Enn er óljóst hvenær Helbig hefur meðferð, en læknar segja líklegt að hún muni ná fullum bata.

Bandaríski áhrifavaldurinn Grace Helbig greindi frá því í vikunni að hún hefði greinst með brjóstakrabbamein. Enn er óljóst hvenær Helbig hefur meðferð, en læknar segja líklegt að hún muni ná fullum bata.

„Þetta kallast triple–positve brjóstakrabbamein. Allir þeir læknar og heilbrigðisstarfsmenn sem hafa einhverja vitneskju um þessa tegund krabbameins hafa sagt það auðlæknanlegt og auðvelt að sigrast á,” sagði áhrifavaldurinn í myndbandi sem hún birti á Youtube á mánudag.

Helbig sem státar af yfir 2,6 milljónum fylgjenda á síðunni sagði einnig að æxlið hafi verið uppgötvað í vinstra brjósti hennar fyrir um það bil einum mánuði síðan og að fréttirnar hafi að sjálfsögðu verið „sjokkerandi og súrrealískar.“

Helbig mun undirgangast sex lotur af lyfjameðferð auk skurðaðgerðar og hormónameðferðar.

mbl.is