Nýfædd börn berjast fyrir lífi sínu

Nýfæddu börnin í borginni Tacloban berjast fyrir lífi sínu.
Nýfæddu börnin í borginni Tacloban berjast fyrir lífi sínu. AFP

Althea Mustacisa fæddist fyrir fjórum dögum á Filippseyjum, skömmu eftir að ofurbylurinn Haiyan gekk á land. Hún berst fyrir lífi sínu dag hvern.

Foreldrar hennar hafa haldið í henni lífinu með því að dæla með handknúinni pumpu súrefni ofan í lítil lungu  hennar. Það hafa þau gert allt frá því að hún fæddist.

„Og hef þau hætta þá deyr þetta barn,“ segir Amie Sia, hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsi í borginni Tacloban sem varð verst úti í fellibylnum. Ekkert rafmagn er á sjúkrahúsinu, fáir sinna sjúklingunum og hjúkrunarvörur eru af skornum skammti.

„Hún nær ekki andanum án þeirra. Hún getur ekki andað sjálf,“ segir Sia. 

Talið er að yfir 3.600 manns hafi farist í fellibylnum og ljóst þykir að fleiri eiga eftir deyja í kjölfar hans. Læknar telja að Althea litla gæti verið næst.

Er Haiyan gekk yfir Tacloban varð borgin óþekkjanleg, rústir einar, rétt eins og eyðiborg. Brakið, ruslið og líkin lágu um götur. Sjúkrahúsið þar sem Althea dvelur varð illa úti. Vökudeildin, fyrir nýfædd börn, varð eitt drullusvað. Lífsnauðsynleg tæki, s.s. öndunarvélar, eyðilögðust í vatni og eðju.

Hjúkrunarfólk brá á það ráð að flytja þau tuttugu börn sem voru á vökudeildinni upp í kapellu sjúkrahússins. Þar eru börnin 3-4 saman í rúmum sem ætluð eru einu barni. Sex barnanna eru nú látin, „af því að okkur vantar nauðsynlegan búnað sem eyðilagðist,“ segir læknirinn Leslie Rosario í samtali við AP-fréttastofuna.

En börnin hætta ekki að fæðast þó að fellibylur gangi yfir. Síðan þá hafa tíu börn, þeirra á meðal Althea, fæðst og þurft mikla umönnun. Hún var aðeins tíu merkur. Eftir að hún fæddist í hálfónýtu húsi foreldra sinna var hún flutt á sjúkrahús því hún gat ekki andað. Þar var blásið lífi í hana og allt frá því hefur þurft að dæla súrefni ofan í hana. Lífslíkur hennar væru góðar ef öll tæki og tól væru í lagi. En svo er ekki.

Fyrir fellibylinn störfuðu sextán á sjúkrahúsinu. Það eru aðeins þrír starfsmen eftir. Aðrir komu ekki til vinnu.

Á vökudeildinni í kapellunni eru nú 24 börn. Fimm þeirra eru í lífshættu. 

Móðir og barn á sjúkrahúsi í Tecloban.
Móðir og barn á sjúkrahúsi í Tecloban. AFP
Afleiðingar fellibylsins á líf og heilsu barna á Filippseyjum eru …
Afleiðingar fellibylsins á líf og heilsu barna á Filippseyjum eru miklar. AFP
Fórnarlamb fellibylsins.
Fórnarlamb fellibylsins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert