Schengen „að hluta í dauðadái“

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Evrópuþinginu í gær.
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Evrópuþinginu í gær. AFP

Schengen-svæðið er „að hluta til í dauðadái,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í gær í ræðu í Evrópuþinginu. Varaði hann ennfremur við því að kæmi til þess að Schengen-samstarfið hryndi myndi það taka evrusvæðið með sér í fallinu þar sem evran gæti ekki lifað án frjáls flæðis fólks sem Schengen væri liður í.

Fram kemur á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph að Juncker hafi í sumar aðeins getað staðið á hliðarlínunni og horft á hvert ríki Evrópusambandsins á fætur öðru taka upp hefðbundið landamæraeftirlit á ný gagnvart öðrum ríkjum Schengen-samstarfsins í tilraunum sínum til þess að stöðva straum hundraða þúsunda förufólks. Í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París, höfuðborg Frakklands, fyrir tæpum tveimur vikum hafi Frakkar síðan tilkynnt að landamæraeftirlit gagnvart öðrum Schengen-ríkjum yrði viðhaft um óákveðinn tíma.

„Við verðum að standa vörð um þann anda sem liggur að baki Schengen,“ sagði Juncker við þingmenn á Evrópuþinginu. „Já, Schengen-kerfið er að hluta til í dauðadái. En þeir sem trúa á Evrópusambandið, gildi þess og frelsi þess verða að reyna að blása nýju lífi í andann á bak við Schengen. Ef andinn hverfur úr hjörtum okkar þá töpum við meiru en Schengen. Sameiginlegi gjaldmiðillinn getur ekki þrifist ef Schengen bíður skipbrot. [...] Þetta er ein af undirstöðum Evrópusambandsins.“

mbl.is
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 40.000 kr afsláttur af Natalie? Klikkaðu á linkinn fyrir neð...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...
Innheimmta
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu Inntökupróf verður haldið 9. ágú...