Íranar bregðast við refsiaðgerðum

Ali Akbar Salehi, yfirmaður kjarnorkustofnunar Írans.
Ali Akbar Salehi, yfirmaður kjarnorkustofnunar Írans. AFP

Stjórnvöld í Íran segjast ætla að bregðast við ákvörðun Bandaríkjaþings um að endurnýja refsiaðgerðir gegn landinu í tíu ár „með viðeigandi hætti“. Þau telja lögin í andstöðu við kjarnorkusamning sinn við heimsveldin. Stjórn Obama forseta telur ákvörðunina ekki brjóta gegn samningnum.

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um að framlengja refsiaðgerðir gegn Íran með öllum greiddum atkvæðum nema einu í gær en áður hafði fulltrúadeildin samþykkt það með miklum meirihluta. Búist er við því að Barack Obama forseti staðfesti lögin.

Lögin fela meðal annars í sér refsiaðgerðir gegn írönskum bönkum og orku- og varnariðnaði landsins. Öldungadeildarþingmenn demókrata, Tim Kaine og Dianne Feinstein, segja að þó að Obama forseti hafi veitt undanþágu frá refsiaðgerðum vegna samkomulagsins þá þurfi þær enn að vera til staðar ef Íranar brjóta gegn því.

Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins segir aftur á móti að lögin stangist á við kjarnorkusamninginn.

„Írönsk stjórnvöld hafa sýnt fram á að þau standi við alþjóðlega sáttmála en þau hafa líka viðeigandi viðbrögð fyrir allar aðstæður,“ segir Bahram Ghasemi, talsmaður ráðuneytisins. 

Ali Akbar Salehi, yfirmaður kjarnorkustofnunar Írans, segir að refsiaðgerðir Bandaríkjanna séu til staðar en forseti Bandaríkjanna hafi gert þær óvirkar. Verði þær hins vegar aftur virkar sé það skýrt brot á samningnum.

mbl.is
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri 659 5648 Allar byggingarframkvæmdir sem krefjast byggingale...