Assad efast um Amnesty

Bashar al-Assad Sýrlandsforseti.
Bashar al-Assad Sýrlandsforseti. AFP

Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, segir að þær milljónir sem hafa flúið Sýrland séu hryðjuverkamenn. Hann segir ekkert hæft í skýrslu Amnesty International um að allt að 13 þúsund manns hafi verið teknir af lífi í fangelsi fyrir utan Damaskus á fimm ára tímabili. Hann efast um heilindi samtakanna.

Assad er í viðtali við Yahoo News í dag og þar segir hann að þeir sem séu hryðjuverkamenn í Sýrlandi séu álitnir friðsamir flóttamenn í Evrópu og annars staðar á vesturlöndum.

Hann tekur undir með Donald Trump Bandaríkjaforseta um að öfgamenn séu meðal flóttamannanna. Þetta sé sama fólkið sem drepi almenna borgara í Sýrlandi með vélbyssum.

Assad segir ekki hversu margir þeirra 4,8 milljóna sem hafa flúið Sýrland séu hryðjuverkamann og segir að ekki þurfi að tilgreina fjöldann. 

Spurður út í skýrslu Amnesty segir hann að skýrslur samtakanna séu alltaf hlutlægar og pólitískar. Skýrslan núna, sem fjallar um aftökur í Saydnaya fangelsinu, veki upp spurningar um áreiðanleika Amnesty International. Það sé til skammar fyrir slík samtök að birta slíka skýrslu án þess að leggja fram nokkur sönnunargögn. 

„Við lifum á tímum lygafrétta,“ segir Assad. „Allir vita það,“ segir Assad og þvertekur fyrir það að stjórnvöld hafi fyrirskipað aftökur í fangelsinu. „Það er ekki rétt, svo sannarlega ekki rétt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Volvo V70 1998 CROSS COUNTRY 4X4
Prútta ekki neitt með þetta verð. þarf að skipta um eina legu. xenon ljós. er á ...
Trampolin til sölu
Stoj tampolin til sölu fyrir kr. 15.000,-. Stærð: Þvermál:244 cm X 60 cm x 150 ...
Til leigu 25mín. frá Akureyri
Lítið 30fm. sumarhús, svefnpláss fyrir 2-4, ljósleiðari, útisturta, 10 mín. í su...