18 vígamenn dæmdir í Frakklandi

Jeremy Bailly var í gær dæmdur í 28 ára fangelsi.
Jeremy Bailly var í gær dæmdur í 28 ára fangelsi. AFP

Liðsmenn fransks vígahóps voru í gær dæmdir í fangelsi fyrir árás á matvörubúð gyðinga árið 2012. Átján hlutu dóm en tveir voru sýknaðir. Þyngsti dómurinn var 28 ára fangelsi.

Vígahópurinn, La cellule de Cannes-Torcy, var álitinn einn sá hættulegasti í Frakklandi á sínum tíma. Hópurinn dregur nafn sitt af bæjunum þar sem liðsmenn hans bjuggu. Cannes-Torcy-hópurinn var sakaður um að hafa ætlað sér að gera nokkrar árásir en liðsmenn hans ætluðu sér að ganga til liðs við vígasamtök í Sýrlandi. Ekkert varð úr þeim áformum þar sem þeir voru handteknir og hópurinn leystur upp árið 2012.

Dómurinn féll í gær en undanfarin tvö ár hafa yfir 230 manns látist í árásum vígamanna í Frakklandi. Síðasta árásin var gerð fyrr í vikunni á Champs-Elysées-breiðgötunni í París þegar bifreið hlaðinni gaskútum og vopnum var ekið á lögreglubifreið. Enginn lést í þeirri árás nema vígamaðurinn sjálfur.

Við réttarhöldin kom fram að Cannes-Torcy-hópurinn hafi verið tengingin á milli Mohamed Merah, sem myrti þrjú börn og kennara í árás á skóla gyðinga í Toulouse árið 2012, og hópsins sem gerði árás á Bataclan-tónleikasalinn og fleiri staði í París árið 2015. 130 létust í þeim árásum.

Höfuðpaur Cannes-Torcy, Jeremie Louis-Sidney, var drepinn þegar lögregla reyndi að handtaka hann í Strassborg árið 2012. Við réttarhöldin var honum lýst sem ofbeldisfullum leiðtoga sem hataði gyðinga meira en nokkuð annað. Tveir liðsmenn hópsins voru handteknir þegar rannsókn stóð yfir á árás á verslun gyðinga í úthverfi Parísar, Sarcelles, í september 2012. Tveir grímuklæddir menn hentu handsprengju inn í verslunina og særðu einn en þar sem sprengjan rúllaði undir innkaupavagn varð það til þess að aðrir í versluninni sluppu ómeiddir.

Þyngstu dómana hlutu þeir Jeremy Bailly, sem var fundinn sekur um að hafa varpað handsprengjunni, og Kevin Phan, sem var bílstjórinn í árásinni, en þeir fengu 28 ára fangelsisdóm (Bailly) og 18 ára (Phan). Nokkrir fengu 14-20 ára dóma. 

mbl.is
Rafstöðvar-Varaafl
Útvegum allar stærðir af rafstöðum, frá Isuzu/stamford Cummins Volvo Yanmar ...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...