Vilja koma í veg fyrir valdatafl í Sýrlandi

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti og Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti og Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, komust að samkomulagi símleiðis í dag að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir valdatafl í Sýrlandi eftir að bandarískt herlið yfirgefur landið.

Trump greindi frá þessu á Twitter en einnig hefur borist tilkynning frá Hvíta húsinu og forsetaskrifstofu Tyrklands um símtal leiðtoganna.

Fjórir dagar eru síðan Trump tilkynnti að draga eigi allt herlið Banda­ríkj­anna frá Sýr­landi. Banda­ríski her­inn hef­ur átt herlið í Sýr­landi síðan 2015 en nú eru þar 2.000 her­menn sem verða send­ir heim á leið.

Tveir embættismenn hafa sagt af sé í kjölfar ákvörðunar Trumps. Jim Mattis varnarmálaráðherra sagði af sér embætti á fimmtudag og í gær ákvað Brett McG­urk, sér­fræðing­ur banda­rískra stjórn­valda í mál­efn­um Rík­is íslams, að segja upp störfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert