Námu blaðakonu á brott

Alexei Navalny bíður á meðan leitað var á skrifstofu hans …
Alexei Navalny bíður á meðan leitað var á skrifstofu hans í morgun. AFP

Rússnesk yfirvöld gerðu húsleit í íbúð Yulia Polukhina, blaðakonu á rússneska stjórnarandstöðublaðinu Nvoaya Gazeta og fluttu hana „á óþekktan stað“, að því er kom fram í yfirlýsingu frá blaðinu.

„Enn sem komið er lítur þetta út eins og mannrán,“ sagði í yfirlýsingunni.

Þar kom fram að leitin tengist fréttum Novaya Gazeta sem meðal annars hafa fjallað um „ólöglegar vopnaðar sveitir“ sem starfa á stríðshrjáðu svæði í austurhluta Úkraínu þar sem Úkraínumenn berjast við aðskilnaðarsinna, hliðholla Rússum.

Lögreglan gerði einnig húsleit á skrifstofu Alexei Navalny, leiðtoga stjórnarandstöðu Rússlands, eins og hún hefur áður gert.

Ísbirnir á vappi

Navalny greindi frá því í gær að einn af samherjum hans hefði verið tekinn höndum og sendur á afskekkta herstöð á norðurskautssvæðinu. Segja stuðningsmenn Navalny það ekkert vera annað en mannrán.

„Hann gat hringt tvisvar í okkur og við komumst af því að hann er staddur í Novaya Zemlya og ísbirnir eru á vappi þarna skammt frá,“ sagði Navalny.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert