Hátt í 1.400 látnir af völdum veirunnar

Kona sýnir heilbrigðisstarfsmanni hnefann í lest á leið frá kínversku …
Kona sýnir heilbrigðisstarfsmanni hnefann í lest á leið frá kínversku borginni Wuhan til Nanchang. AFP

Hátt í 1.400 manns eru látnir af völdum kórónuveirunnar COVID-19, þar á meðal sex heilbrigðisstarfsmenn.

Staðfest smit í Kína eru orðin tæplega 64 þúsund talsins. Á meðal þeirra eru 1.716 heilbrigðisstarfsmenn.

Tölurnar koma fram viku eftir að mikil sorg og reiði braust út vegna dauða læknis sem varaði við veirunni en fékk í staðinn aðvörun frá yfirvöldum. Lögreglan bað hann um að hætta að dreifa slúðursögum.

Þrír hafa látist af völdum veirunnar utan meginlands Kína. Veiran hefur greinst í á þriðja tug landa.

Strákur með pappakassa á höfðinu og andlitsgrímu á lestarstöðinni í …
Strákur með pappakassa á höfðinu og andlitsgrímu á lestarstöðinni í Sjanghæ. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert